Friðrik er nokkuð lunkinn í eldhúsinu þegar kemur að bakstri en Álfrún er ekki beint með mikla reynslu þar.
Það sást svo sannarlega í þættinum að Álfrún var í vandræðum með verkefnið en á sama tíma stóð Friðrik sig nokkuð vel.
Svo þegar terturnar voru afhjúpaðar undir lok þáttar grét Álfrún hreinlega úr hlátri þegar hún bar sína saman við hinar tvær.