Lífið

Grenjaði úr hlátri þegar tertan var afhjúpuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Álfrún fór ekki nægilega vel eftir leiðbeiningum í Blindum bakstri á Stöð 2 í gærkvöldi.
Álfrún fór ekki nægilega vel eftir leiðbeiningum í Blindum bakstri á Stöð 2 í gærkvöldi.

Leikarahjónin Friðrik Friðriksson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir voru gestir í Blindum bakstri hjá Evu Laufey á Stöð 2í gærkvöld og var verkefnið að baka sænska prinsessutertu.

Friðrik er nokkuð lunkinn í eldhúsinu þegar kemur að bakstri en Álfrún er ekki beint með mikla reynslu þar.

Það sást svo sannarlega í þættinum að Álfrún var í vandræðum með verkefnið en á sama tíma stóð Friðrik sig nokkuð vel.

Svo þegar terturnar voru afhjúpaðar undir lok þáttar grét Álfrún hreinlega úr hlátri þegar hún bar sína saman við hinar tvær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.