Fótbolti

Dagný tilnefnd sem sú besta í janúar

Sindri Sverrisson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og Kate Longhurst fagna jöfnunarmarki gegn Tottenham eftir að West Ham hafði verið manni færra í rúman hálftíma, í deildarleik 16. janúar.
Dagný Brynjarsdóttir og Kate Longhurst fagna jöfnunarmarki gegn Tottenham eftir að West Ham hafði verið manni færra í rúman hálftíma, í deildarleik 16. janúar. Getty/Bradley Collyer

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er ein af sex sem tilnefndar eru sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Dagný skoraði tvö mörk fyrir West Ham í janúar, í 3-0 deildarsigri gegn Everton og 4-1 bikarsigri gegn Sheffield United. Hún lék einnig í 1-1 jafntefli við Tottenham í deildinni og 4-2 tapi gegn Chelsea í deildabikarnum.

Dagný var svo að vanda í byrjunarliði West Ham í 2-1 útisigri gegn Aston Villa í fyrsta deildarleik febrúarmánaðar. West Ham er nú með 20 stig í 6.-7. sæti deildarinnar, eftir 13 leiki.

Auk Dagnýjar eru tilnefndar þær Lauren Hemp og Georgia Stanway úr Manchester City, Leah Galton úr Manchester United og þær Natasha Dowie og Emma Harries úr Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×