„Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 20:30 Sævar ætlar að bjóða sig fram sem formann KSÍ eftir áratug í starfi hjá KA. Vísir/Tryggvi „Þetta kom upp fyrir rúmri viku síðan. Þá voru nokkrir aðilar sem höfðu samband við mig og ýttu mér af stað, var ekki beint með þetta efst í huga,“ sagði Sævar Pétursson í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason fyrr í dag. Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands
Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira