Pabbinn segir aumt hjá belgískum miðlum að ætla að eigna sér Verstappen Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2022 16:00 Feðgarnir Jos og Max Verstappen í Abú Dabí í desember eftir að Max hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn með ótrúlega dramatískum hætti. Getty/Mark Thompson Pabbi Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1 kappakstri, segir skiljanlegt að fleiri sýni nú syni hans áhuga en áður. Belgískir fjölmiðlar hafi hins vegar engan rétt á að reyna að „eigna“ sér kappann eftir að hafa sýnt honum algjört áhugaleysi um árabil. Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars. Formúla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Jos, pabbi Max Verstappen, er hollenskur og Max hefur ávallt keppt undir hollenska fánanum, með appelsínugula stuðningsmannahópa við brautina. Mamma hans, Sophie, er hins vegar belgísk og eftir ævintýralega baráttu Max Verstappen og Lewis Hamilton á síðasta keppnistímabili, sem lauk með sigri Verstappen á lokahring í síðustu keppni og hans fyrsta heimsmeistaratitli, virðast belgískir fjölmiðlar hafa reynt að gera kappann að „sínum“. „Það vilja allir eiga hlut í Max þessa stundina,“ sagði pabbi hans, Jos, við hollenska blaðið De Telegraaf. Max Verstappen fagnar heimsmeistaratitlinum, með hollenska fánann í höndunum að vanda.Getty/Cristiano Barni „Vissulega er það gott hrós fyrir hann. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, innan brautar sem utan. Hann kemur vel fyrir, er með ómengaðan huga og trúr sjálfum sér. Þess vegna skil ég að margir séu stoltir, og auðvitað er ég það. En sumu á ég erfitt með að kyngja. Til að mynda er Max allt í einu orðinn belgískur í augum belgískra fjölmiðla. Mér finnst það vera frekar aumt,“ sagði Jos. „Við höfum keppt árum saman en allt þar til fyrir nokkrum mánuðum þá var lítið sem ekkert skrifað um hann [Max] í Belgíu og núna láta þeir allt í einu eins og þeir eigi hann. Þannig lít ég alls ekki á þetta,“ sagði Jos Verstappen. Titilvörn Max Verstappen hefst í Barein helgina 18.-20. mars.
Formúla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira