Arnar Daði: Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2022 23:46 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, leið hræðilega eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk leik Fram og Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. Fram sigraði leikinn 29-27, en hann var æsispennandi á lokakaflanum. Með tapinu færist Grótta enn fjær frá sæti í úrslitakeppninni, en þetta var gullið tækifæri fyrir þá til að nálgast það sæti. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51