Sjálfsmark! Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 9. febrúar 2022 08:30 Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Og of hátt lóðaverð. Gagnrýndi hann Reykjavík í þeim efnum. En passaði sig á því að nefna ekki vægast sagt dapra stöðu í Hafnarfirði í þessum efnum - í hans eigin heimabæ, þar sem hann hefur farið með völd síðustu fjögur árin með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúinn hefði nefnilega átt að líta sér nær. Hann sem forystumaður og samstarfsmaður Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Hafnarfirði hefði átt að nefna þá staðreynd, að fólki hefur fækkað í Hafnarfirði. Og ástæðan sú sem bæjarfulltrúinn nefndi sjálfur: Skortur á íbúðum og lóðum í Hafnarfirði! Í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar hefur verið eðlileg fólksfjölgun á síðustu árum. Þar hefur verið framboð. En ekki í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár, þá fækkaði íbúum Hafnarfjarðar í fyrsta skiptið árið 2020 og íbúaþróun er langt undir viðmiðunum og áætlunum. Ábyrgðin á sleninu og skipulagsleysinu er alfarið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar kemur að húsnæðismálum. Í Hafnarfirði og ekki síður landsstjórninni, þar sem þessir sömu flokkar stjórna. Umbótatillögur Samfylkingarinnar liggja fyrir á landsvísu, svo sem stórhækkun húsnæðis- og vaxtabóta. Í Hafnarfirði munu jafnaðarmenn setja íbúðamálin í forgang vinni þeir sigur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í fótboltanum gerist það stundum, að leikmenn slysast til að skjóta boltanum í eigið mark. Það er kallað sjálfsmark. Það var svo sannarlega skorað sjálfsmark í Kastljósinu í gær. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Og of hátt lóðaverð. Gagnrýndi hann Reykjavík í þeim efnum. En passaði sig á því að nefna ekki vægast sagt dapra stöðu í Hafnarfirði í þessum efnum - í hans eigin heimabæ, þar sem hann hefur farið með völd síðustu fjögur árin með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúinn hefði nefnilega átt að líta sér nær. Hann sem forystumaður og samstarfsmaður Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Hafnarfirði hefði átt að nefna þá staðreynd, að fólki hefur fækkað í Hafnarfirði. Og ástæðan sú sem bæjarfulltrúinn nefndi sjálfur: Skortur á íbúðum og lóðum í Hafnarfirði! Í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar hefur verið eðlileg fólksfjölgun á síðustu árum. Þar hefur verið framboð. En ekki í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár, þá fækkaði íbúum Hafnarfjarðar í fyrsta skiptið árið 2020 og íbúaþróun er langt undir viðmiðunum og áætlunum. Ábyrgðin á sleninu og skipulagsleysinu er alfarið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar kemur að húsnæðismálum. Í Hafnarfirði og ekki síður landsstjórninni, þar sem þessir sömu flokkar stjórna. Umbótatillögur Samfylkingarinnar liggja fyrir á landsvísu, svo sem stórhækkun húsnæðis- og vaxtabóta. Í Hafnarfirði munu jafnaðarmenn setja íbúðamálin í forgang vinni þeir sigur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í fótboltanum gerist það stundum, að leikmenn slysast til að skjóta boltanum í eigið mark. Það er kallað sjálfsmark. Það var svo sannarlega skorað sjálfsmark í Kastljósinu í gær. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun