Þetta herma heimildir Sportando. Ólíklegt er þó að félagaskiptin verði að veruleika þar sem Antwerp Giants hefur engan áhuga á að leyfa Elvari að fara enda einn besti, ef ekki besti, leikmaður liðsins.
Galatasaray made an offer for Elvar Fridriksson, sources tell @Sportando. The deal is unlikely to happen because Anwterp Giants are not interested in letting him go
— Emiliano Carchia (@Carchia) February 9, 2022
Á þessu tímabili er Elvar með 11,2 stig og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í BNXT deildinni sem er sameiginleg deild Hollands og Belgíu. Elvar er fimmti stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.
Antwerp Giants er einnig ú Evrópubikarnum. Þar er Elvar með 13,4 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Galatasary hefur fimm sinnum orðið tyrkneskur meistari, síðast 2013. Liðið leikur í Meistaradeildinni og er komið í sextán liða úrslit hennar.