Þetta er niðurstaðan samkvæmt nýjum reglum sem UEFA kynnti í dag en BBC fjallar um málið.
Forráðamenn Chelsea höfðu vonast til þess að hægt yrði að færa leikinn við Lille á hlutlausan völl í öðru landi, þar sem að óbólusettir mega ekki heimsækja Frakkland, en varð ekki að ósk sinni.
Chelsea tekur á móti Lille í Lundúnum 22. febrúar en seinni leikurinn í Frakklandi fer fram 16. mars.
Samkvæmt frétt BBC er óvíst hve margir og þá hvaða leikmenn Chelsea eru óbólusettir en Thomas Tuchel, stjóri liðsins, hefur látið hafa eftir sér að liðið gæti þurft að spila án lykilmanna af þessum sökum.
Fyrr í þessum mánuði kom fram að 80% leikmanna í ensku úrvalsdeildinni væru tvíbólusettir.
Chelsea er þessa stundina að leika við Al Hilal í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða, en leikið er í Abú Dabí.