Fimmtán ára rússneska undrabarnið féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 07:30 Þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára þykir Kamila Valieva einn fremsti listdansari á skautum í heiminum. getty/Jean Catuffe Hin fimmtán ára Kamila Valieva, sem átti stóran þátt í því að rússneska ólympíunefndin vann gull í liðakeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er sögð hafa fallið á lyfjaprófi fyrir leikana. Samkvæmt rússneska miðlinum RBC greindist ólöglegt hjartalyf í sýni Valievu sem var tekið fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði. Valieva hrósaði þar sigri í einstaklingskeppninni. Afhenda átti verðlaunin fyrir liðakeppnina á Vetrarólympíuleikunum í gær en ekkert varð af því. Grunur lék á að það tengdist lyfjamálum. Valieva mætti á skipulagða æfingu í dag en svaraði ekki spurningum fjölmiðla eftir hana. Talskona rússneska skautasambandsins sagði hins vegar að Valieva væri ekki komin í bann. Ekki liggur fyrir hvort gullverðlaunin verði tekin af Rússum vegna málsins og ef það gerist hvort þeir muni áfrýja eða sætta sig við niðurstöðuna. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti í liðakeppninni og fá gullið ef Rússar verða dæmdir úr leik. Efnið sem greindist í sýni Valievu nefnist trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Valieva sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni á mánudaginn og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Einstaklingskeppnin í listdansi á skautum hefst á þriðjudaginn. Valieva er talin líklegust til afreka þar en enn liggur ekki fyrir hvort hún fái að keppa. Líkt og aðrir Rússar keppir Valieva undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslisins þar í landi. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Samkvæmt rússneska miðlinum RBC greindist ólöglegt hjartalyf í sýni Valievu sem var tekið fyrir Evrópumótið í síðasta mánuði. Valieva hrósaði þar sigri í einstaklingskeppninni. Afhenda átti verðlaunin fyrir liðakeppnina á Vetrarólympíuleikunum í gær en ekkert varð af því. Grunur lék á að það tengdist lyfjamálum. Valieva mætti á skipulagða æfingu í dag en svaraði ekki spurningum fjölmiðla eftir hana. Talskona rússneska skautasambandsins sagði hins vegar að Valieva væri ekki komin í bann. Ekki liggur fyrir hvort gullverðlaunin verði tekin af Rússum vegna málsins og ef það gerist hvort þeir muni áfrýja eða sætta sig við niðurstöðuna. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti í liðakeppninni og fá gullið ef Rússar verða dæmdir úr leik. Efnið sem greindist í sýni Valievu nefnist trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Valieva sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni á mánudaginn og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Einstaklingskeppnin í listdansi á skautum hefst á þriðjudaginn. Valieva er talin líklegust til afreka þar en enn liggur ekki fyrir hvort hún fái að keppa. Líkt og aðrir Rússar keppir Valieva undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslisins þar í landi.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Rússland Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira