Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 11:36 Kim Kardashian prýðir forsíðu bandaríska Vogue í mars mánuði. Vogue/getty/raymond hall „Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue. Kardashian prýðir forsíðu mars tölublaðs tímaritsins en í viðtalinu opnar hún sig um persónulega vegferð sína sem varð valdur af skilnaði hennar við barnsföður sinn, tónlistarmanninn Kanye West. „Ég valdi sjálfa mig,“ segir Kardashian sem segist fram af því eytt alltof löngum tíma í að þóknast öðrum. Kardashian og West skildu á síðasta ári eftir sex ára hjónaband. Óhætt er að segja að West hafi haft mikil áhrif á fatastíl Kardashian. Hún hefur til dæmis sagt frá því að hann hafi hreinsað allt út úr fataskáp hennar eftir að þau fóru að vera saman og keypt handa henni glæný föt. „Ég hafði alltaf Kanye“ Í dag er Kardashian einn fremsti tískumógull heims, en hún var valin Fashion Icon ársins 2021 á People's Choice verðlaununum. „Ég hugsa alltaf hvað verður næst? Ég hafði alltaf Kanye, sem vissi nákvæmlega hvert mitt næsta tískutímabil væri. Það er eitthvað ógnvekjandi við það að vera bara á eigin fótum, en líka eitthvað mjög frelsandi.“ Saman eiga Kardashian og West fjögur börn og hafa þau verið í sameiginlegri umsjá þeirra eftir skilnaðinn. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, þar til nýlega þegar hún ákvað að svara honum opinberlega á Instagram. Sjá: Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig „Þú getur verið svo sár og reiður út í þinn fyrrverandi, en fyrir framan börnin þín ættirðu alltaf að sýna þeim það viðhorf að pabbi þeirra sé bestur. Þú þarft að vera hans stærsta klappstýra, sama hvað þú ert að ganga í gegnum persónulega.“ Hér má sjá nokkrar af myndunum úr viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) Heimsbyggðin þekkir hana á líkamsvextinum einum Það vakti heimsathygli þegar Kardashian mætti á MET Gala viðburðinn á síðasta ári með svarta grímu. Það var Balenciaga-hönnuðurinn Demna Gvasalia sem stóð á bak við klæðnað hennar. „Upphaflega streittist ég á móti þessu. Ég var ekki viss hvort ég gæti verið með grímu. Af hverju ætti ég að vilja fela andlitið mitt?“ segir Kardashian um grímuna. Þrátt fyrir að gríman hafi vissulega verið viðeigandi fylgihlutur í miðjum heimsfaraldri, þá var það ekki hugsunin. Hugsunin var sú að heimsbyggðin þyrfti ekki einu sinni að sjá andlit Kardashian til þess að þekkja hana, slík væri frægð hennar. Hana mætti þekkja á líkamsvextinum einum. Kardashian verður 42 ára gömul á árinu en hún segist vakna klukkan hálf sex alla morgna og stunda líkamsrækt. „Hjá mér mun fimmtugsaldurinn snúast um að standa með sjálfri mér. Ég ætla að borða hollt, stunda líkamsrækt, skemmta mér meira og eyða meiri tíma með börnunum mínum og fólkinu sem gerir mig hamingjusama.“ Hollywood Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Ástin og lífið Tengdar fréttir Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú. 8. febrúar 2022 15:31 Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. 8. febrúar 2022 13:31 Kim náði lögfræðiprófinu í fjórðu tilraun Kim Kardashian West tilkynnti á Instagram í dag að hún náði lögfræðiprófinu sem hún hefur lært fyrir undanfarin tvö ár. 13. desember 2021 15:11 Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. 19. febrúar 2021 20:28 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Kardashian prýðir forsíðu mars tölublaðs tímaritsins en í viðtalinu opnar hún sig um persónulega vegferð sína sem varð valdur af skilnaði hennar við barnsföður sinn, tónlistarmanninn Kanye West. „Ég valdi sjálfa mig,“ segir Kardashian sem segist fram af því eytt alltof löngum tíma í að þóknast öðrum. Kardashian og West skildu á síðasta ári eftir sex ára hjónaband. Óhætt er að segja að West hafi haft mikil áhrif á fatastíl Kardashian. Hún hefur til dæmis sagt frá því að hann hafi hreinsað allt út úr fataskáp hennar eftir að þau fóru að vera saman og keypt handa henni glæný föt. „Ég hafði alltaf Kanye“ Í dag er Kardashian einn fremsti tískumógull heims, en hún var valin Fashion Icon ársins 2021 á People's Choice verðlaununum. „Ég hugsa alltaf hvað verður næst? Ég hafði alltaf Kanye, sem vissi nákvæmlega hvert mitt næsta tískutímabil væri. Það er eitthvað ógnvekjandi við það að vera bara á eigin fótum, en líka eitthvað mjög frelsandi.“ Saman eiga Kardashian og West fjögur börn og hafa þau verið í sameiginlegri umsjá þeirra eftir skilnaðinn. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, þar til nýlega þegar hún ákvað að svara honum opinberlega á Instagram. Sjá: Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig „Þú getur verið svo sár og reiður út í þinn fyrrverandi, en fyrir framan börnin þín ættirðu alltaf að sýna þeim það viðhorf að pabbi þeirra sé bestur. Þú þarft að vera hans stærsta klappstýra, sama hvað þú ert að ganga í gegnum persónulega.“ Hér má sjá nokkrar af myndunum úr viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) Heimsbyggðin þekkir hana á líkamsvextinum einum Það vakti heimsathygli þegar Kardashian mætti á MET Gala viðburðinn á síðasta ári með svarta grímu. Það var Balenciaga-hönnuðurinn Demna Gvasalia sem stóð á bak við klæðnað hennar. „Upphaflega streittist ég á móti þessu. Ég var ekki viss hvort ég gæti verið með grímu. Af hverju ætti ég að vilja fela andlitið mitt?“ segir Kardashian um grímuna. Þrátt fyrir að gríman hafi vissulega verið viðeigandi fylgihlutur í miðjum heimsfaraldri, þá var það ekki hugsunin. Hugsunin var sú að heimsbyggðin þyrfti ekki einu sinni að sjá andlit Kardashian til þess að þekkja hana, slík væri frægð hennar. Hana mætti þekkja á líkamsvextinum einum. Kardashian verður 42 ára gömul á árinu en hún segist vakna klukkan hálf sex alla morgna og stunda líkamsrækt. „Hjá mér mun fimmtugsaldurinn snúast um að standa með sjálfri mér. Ég ætla að borða hollt, stunda líkamsrækt, skemmta mér meira og eyða meiri tíma með börnunum mínum og fólkinu sem gerir mig hamingjusama.“
Hollywood Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Ástin og lífið Tengdar fréttir Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú. 8. febrúar 2022 15:31 Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. 8. febrúar 2022 13:31 Kim náði lögfræðiprófinu í fjórðu tilraun Kim Kardashian West tilkynnti á Instagram í dag að hún náði lögfræðiprófinu sem hún hefur lært fyrir undanfarin tvö ár. 13. desember 2021 15:11 Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. 19. febrúar 2021 20:28 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú. 8. febrúar 2022 15:31
Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. 8. febrúar 2022 13:31
Kim náði lögfræðiprófinu í fjórðu tilraun Kim Kardashian West tilkynnti á Instagram í dag að hún náði lögfræðiprófinu sem hún hefur lært fyrir undanfarin tvö ár. 13. desember 2021 15:11
Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. 19. febrúar 2021 20:28