Meirihluti stjórnar KSÍ vill sitja áfram en Borghildur ein eftir úr þeirri sem féll Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 12:01 Borghildur Sigurðardóttir er varaformaður KSÍ og sækist eftir endurkjöri í stjórn sambandsins. Stöð 2 Sex af þeim átta sem setið hafa í bráðabirgðastjórn Knattspyrnusambands Íslands síðan í október sækjast eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins eftir hálfan mánuð. Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir.
Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira