Gísli fyrstur til að gefa blóð 250 sinnum Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 12:14 Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, var mættur í Blóðbankann í morgun. Ekki í fyrsta sinn. Blóðbankinn Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, varð í morgun fyrstur manna hér á landi til að gefa blóð 250 sinnum. Blóðbankinn vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun, en Gísli er í hópi blóðflögugjafa og mætir því á fjögurra til sjö vikna fresti í slíka gjöf á Snorrabraut í Reykjavík þar sem Blóðbankinn er til húsa. „Þetta gekk bara vel. Mér líður alltaf mjög vel eftir þessar gjafir og hvet að sjálfsögðu alla til að gefa blóð,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Hann segist hafa fyrst gefið blóð á áttunda áratugnum þegar hann var ungur lögreglumaður. „Ég hef reglulega gefið blóð síðan þó að það hafi orðið smá hlé þegar ég var í afreksíþróttum.“ Gísli fer í blóðflögugjafir þar sem blóð er tekið úr gjafanum og blóðsöfnunarvél dælir svo blóðinu um skilvindu þar sem það aðskilst í rauðkorn, blóðvökva og blóðflögur. Blóðgjafinn fær svo rauðu blóðkornin til baka ásamt hluta af blóðvökvanum. Blóðflögugjafar geta því farið oftar í Blóðbankann til að gefa en „hefðbundnir blóðgjafar“ sem þurfa að bíða í þrjá til fjóra mánuði áður hægt er að gefa á nýjan leik. Hér á landi kveða reglur á um að blóðflögugjafar mega ekki vera eldri en sjötíu ára. Gísli, sem verður sjötugur í ágúst, segist þó vona að hann geti áfram gefið blóð. „Ég vona að þetta verði skoðað. Ég vil gefa blóð áfram. Það væri synd ef ég fengi það ekki. Sjötíu er bara tala og segir ekki til um ástand blóðgjafans,“ segir Gísli glaður í bragði. Heilbrigðismál Landspítalinn Góðverk Tímamót Blóðgjöf Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Blóðbankinn vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun, en Gísli er í hópi blóðflögugjafa og mætir því á fjögurra til sjö vikna fresti í slíka gjöf á Snorrabraut í Reykjavík þar sem Blóðbankinn er til húsa. „Þetta gekk bara vel. Mér líður alltaf mjög vel eftir þessar gjafir og hvet að sjálfsögðu alla til að gefa blóð,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Hann segist hafa fyrst gefið blóð á áttunda áratugnum þegar hann var ungur lögreglumaður. „Ég hef reglulega gefið blóð síðan þó að það hafi orðið smá hlé þegar ég var í afreksíþróttum.“ Gísli fer í blóðflögugjafir þar sem blóð er tekið úr gjafanum og blóðsöfnunarvél dælir svo blóðinu um skilvindu þar sem það aðskilst í rauðkorn, blóðvökva og blóðflögur. Blóðgjafinn fær svo rauðu blóðkornin til baka ásamt hluta af blóðvökvanum. Blóðflögugjafar geta því farið oftar í Blóðbankann til að gefa en „hefðbundnir blóðgjafar“ sem þurfa að bíða í þrjá til fjóra mánuði áður hægt er að gefa á nýjan leik. Hér á landi kveða reglur á um að blóðflögugjafar mega ekki vera eldri en sjötíu ára. Gísli, sem verður sjötugur í ágúst, segist þó vona að hann geti áfram gefið blóð. „Ég vona að þetta verði skoðað. Ég vil gefa blóð áfram. Það væri synd ef ég fengi það ekki. Sjötíu er bara tala og segir ekki til um ástand blóðgjafans,“ segir Gísli glaður í bragði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Góðverk Tímamót Blóðgjöf Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira