Staðfesta að Valieva féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 08:01 Kamila Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið um jólin. getty/Jean Catuffe Búið er að staðfesta að rússneska skautakonan Kamila Valieva féll á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum. Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira