Vinnumarkaður í þroti Sólveig Anna Jónsdóttir og Sæþór Benjamín Randalsson skrifa 12. febrúar 2022 08:00 Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar