Nýtti tímann vel í einangrun: „Datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:35 Sturla Snær í stórsvigskeppninni. vísir/epa Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason er meðal þátttakenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hann greindist með kórónuveruna síðastliðinn laugardag og var í kjölfarið sendur á hálfgert „gámasjúkrahús“ þar sem hann nýtti tímann heldur betur fer. Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira