Stjörnufans á fjömiðlatorgi Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2022 08:00 Íþróttahjónin Julie og Zach Ertz í viðtali. Julie er bandarískur landsliðsmaður í fótbolta og Zach leikmaður Arizona Cardinals. Vísir/Eiríkur Stefán Í aðdraganda Super Bowl, úrslitaleiks NFL-deildarinar, er miðdepill athyglinnar í ráðstefnuhöll Los Angeles. Alla vikuna hafa þar allir stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna – og reyndar þótt víðar væri leitað – haldið til og framleitt efni fyrir sína miðla. Þetta er ekki nýtt af nálinni og er raunar órjúfanlegur hluti af uppbyggingunni fyrir Super Bowl sem að öðrum ólöstuðum er stærsti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Þessi suðupottur fjölmiðla nefnist „Radio row.“ Á þessu torgi má finna margar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna, sem og útvarpsstöðvar, vefmiðla og líka styrktaraðila. Á hverjum degi er ógrynni af efni framleitt – hvort sem er sjónvarps- og útvarpsþættir í beinni útsendingu eða hlaðvörp. Undirbúningur fyrir tökur á þætti Pat McAfee sem nýtur mikilla vinsælda. McAfee var lengi sparkari sjálfur með Indianapolis Colts.Vísir/Eiríkur Stefán Og stjörnunar láta sig ekki vanta. Hér er aragrúi bæði fyrrverandi og núverandi leikmanna úr NFL-deildinni sem ganga á milli bása og veita hvert viðtalið á fætur öðru. Fjölmiðlafulltrúar fylgja stjörnunum hvert fótmál og gæta þess að þeirra maður mætir á réttum tíma á réttan stað – auk þess að gæta þess að það sé örugglega enginn óviðkomandi að trufla þá. Þættirnir frá „Radio row“ eru því stjörnum prýddir. Áhuginn er líka gagnkvæmur því stjörnurnar hafa oftar en ekki áhuga á að koma sér á framfæri – mögulega að undirbúa sig fyrir starf í fjölmiðlum að leikmannaferlinum loknum. Meðfylgjandi eru myndir frá fjölmiðlatorgi Super Bowl í Los Angeles þetta árið. Vísir/Eiríkur Stefán Viðtöl út um allt.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Fjölmiðlatorg Ofurskálarinnar.Vísir/Eiríkur Stefán NFL Ofurskálin Tengdar fréttir „Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01 Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Þetta er ekki nýtt af nálinni og er raunar órjúfanlegur hluti af uppbyggingunni fyrir Super Bowl sem að öðrum ólöstuðum er stærsti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Þessi suðupottur fjölmiðla nefnist „Radio row.“ Á þessu torgi má finna margar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna, sem og útvarpsstöðvar, vefmiðla og líka styrktaraðila. Á hverjum degi er ógrynni af efni framleitt – hvort sem er sjónvarps- og útvarpsþættir í beinni útsendingu eða hlaðvörp. Undirbúningur fyrir tökur á þætti Pat McAfee sem nýtur mikilla vinsælda. McAfee var lengi sparkari sjálfur með Indianapolis Colts.Vísir/Eiríkur Stefán Og stjörnunar láta sig ekki vanta. Hér er aragrúi bæði fyrrverandi og núverandi leikmanna úr NFL-deildinni sem ganga á milli bása og veita hvert viðtalið á fætur öðru. Fjölmiðlafulltrúar fylgja stjörnunum hvert fótmál og gæta þess að þeirra maður mætir á réttum tíma á réttan stað – auk þess að gæta þess að það sé örugglega enginn óviðkomandi að trufla þá. Þættirnir frá „Radio row“ eru því stjörnum prýddir. Áhuginn er líka gagnkvæmur því stjörnurnar hafa oftar en ekki áhuga á að koma sér á framfæri – mögulega að undirbúa sig fyrir starf í fjölmiðlum að leikmannaferlinum loknum. Meðfylgjandi eru myndir frá fjölmiðlatorgi Super Bowl í Los Angeles þetta árið. Vísir/Eiríkur Stefán Viðtöl út um allt.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Fjölmiðlatorg Ofurskálarinnar.Vísir/Eiríkur Stefán
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir „Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01 Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
„Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01
Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01