Innlent

Leigu­bíl­stjórar í vand­ræðum með ölvaða í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan var kölluð til í nótt oftar en einu sinni vegna ölvaðra farþega í leigubílum.
Lögreglan var kölluð til í nótt oftar en einu sinni vegna ölvaðra farþega í leigubílum. Vísir/Vilhelm

Talsvert líf var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglu. Töluvert var um ölvun í miðbæ Reykjavíkur og glímdu leigubílstjórar margir í vandræðum við þá sem höfðu verið úti á lífinu.

Kalla þurfti út lögreglu bæði í miðbæ og í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í nótt vegna ölvaðra farþega sem leigubílstjórar átti í vandræðum með. 

Tveir réttindalausir ökumenn voru handteknir og reyndust þeir undir áhrifum fíkniefna. Annar var handtekinn, undir áhrifum fíkniefna, en var þó með bílpróf. 

Tveir voru handteknir í Breiðholti grunaðir um framleiðslu fíkniefna í heimahúsi. Lögregla lagði hald á meint fíkniefni og búnað en hinir handteknu voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. 

Umferðaróhapp varð á Bíldshöfða um kvöldmatarleiti í gær og var annar ökumannanna grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×