15. umferð CS:GO lokið: Dusty og Þór töpuðu Snorri Rafn Hallsson skrifar 12. febrúar 2022 17:02 15. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Vallea á Þór. Dusty tapaði óvænt gegn Ármanni. Leikir vikunnar Fylkir – Kórdrengir Umferðin hófst á leik Fylki og Kórdrengja í Mirage, en Fylkir haði unnið báða fyrri leiki liðanna. Kórdrengir mættu til leiks af krafti enda gátu þeir með sigri farið að narta í hælana á Fylki og skiptir hver sigur miklu máli í fallbaráttunni. Framan af höfðu Kórdrengir tökin á leiknum þar sem þeir léku árásargjarnt í vörninni. Fylkir komst aðeins á skrið undir lok hálfleiks en forskot Kórdrengja var gott og staðan 10–5 í hálfleik. Kórdrengir héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks en þá tóku Fylkismenn 7 lotur í röð og staðan skyndilega orðin afar jöfn. Með herkjum tókst Kórdrengjum þó að sigla sigrinum heim að lokum. Var það BlazteR sem tryggði þeim síðustu lotuna með þrefaldri fellu í erfiðri stöðu og fór leikurinn 16–12 fyrir Kórdrengjum. Dusty – Ármann Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Dusty og Ármanns. Ármann átti harma að hefna eftir að hafa verið pakkað saman 16–3 í Ancient í fyrstu umferðinni og svo aftur 16–6 í þeirri áttundu. Kokhraustir leikmenn Dusty gerðu sér lítið fyrir og gjörsamlega rústuðu fyrri hálfleiknum. Ármann komst hvorki lönd né strönd á útisvæðinu og virtist Dusty hreinlega vera að leika sér að þeim. Staðan í hálfleik var því 12–3 fyrir Dusty og allt útlit fyrir að sá síðari yrði stuttur. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Ármann varðist framarlega í síðari hálfleik. Fóru þeir allir sem einn um kortið og stilltu upp í snarpar endurtökur til að tengja saman tíu lotur í röð og jafna 12–12. Eftirleikurinn var svo auðveldur þar sem Dusty náði einungis í eina lotu í viðbót og Ármann stóð því uppi sem sigurvegari leiksins, 16–13. Saga – XY Á föstudagskvöldið mættust svo erkifjendurnir Saga og XY. XY hafði unnið báðar fyrri viðureignir liðanna en með sigri gat Saga jafnað XY að stigum. Sniðugt kortaval Sögu átti eftir að skila sínu en bæði lið una sér vel í Nuke. Þess í stað hafði XY valið á milli Ancient og Dust 2, og valdi Dust 2. Þrátt fyrir breytingar á Dust 2 kortinu hafði ADHD algjör tök á miðjunni og hitti hvern leikmann XY á fætur öðrum með vappanum. Nýtti Saga sér það til að koma sprengjunni fyrir með snyrtilegum aðgerðum í fyrri hálfleik og komast í 11–4. XY minnkaði muninn örlítið í upphafi síðari hálfleiks en Saga mætti af hörku inn á sprengjusvæðið til að sjá við leikmönnum XY og hafa betur í leiknum, 16–10. Slakur varnarhálfleikur XY og kortavalið urðu þeim þannig að falli. Þór – Vallea Lokaleikur umferðarinnar var svo á milli Þórs og Vallea, liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Eftir tap Dusty gegn Ármanni hafði myndast glufa fyrir Þór til að vinna deildina og því mikið í húfi fyrir liðið. Þór náði forskoti strax í upphafi leiks og gátu þeir vopnast vel gegn skammbyssum Vallea. Góð hraðabreyting í sókn Vallea gerði það þó að verkum að staðan í hálfleik var eins jöfn og hugsast getur, 8–7 fyrir Þór. Í vörninni átti Vallea auðvelt með að losa um þá pressu sem sókn Þórs setti á liðið og sigldi Vallea því fljótlega fram úr þeim. Vallea var komið ansi nálægt því að vinna leikinn þegar Þórsarar spýttu í lófana, létu sprengjum rigna og brutu efnahag Vallea á bak aftur. Það var þó of seint í rassinn gripið og var það fjórföld fella frá Minidegreez sem tryggði Vallea sigur, 16–13. Staðan Að 15. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst, en mjórra er á mununum en oft áður. Dusty er enn sem fyrr á toppi deildarinnar og verður Þór að treysta á að Dusty tapi öðrum leik til að Þór eigi möguleika á að vinna deildina. Með sigri sínum fikrar Vallea sig enn nær Þór og skilja einungis tvö stig liðin að þó Þór hafi yfirhöndina í innbyrðisviðureignum liðanna. Næst á eftir raða sér Ármann, XY og Saga og enn sem áður reka svo Fylkir og Kórdrengir lestina. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 16. umferðin fram dagana 15. og 18. febrúar: Þór – Fylkir, 15. feb. kl. 20:30. Kórdrengir – XY, 15. feb. kl. 21:30. Dusty – Saga, 18. feb. kl. 20:30. Ármann – Vallea, 18. feb. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti
Leikir vikunnar Fylkir – Kórdrengir Umferðin hófst á leik Fylki og Kórdrengja í Mirage, en Fylkir haði unnið báða fyrri leiki liðanna. Kórdrengir mættu til leiks af krafti enda gátu þeir með sigri farið að narta í hælana á Fylki og skiptir hver sigur miklu máli í fallbaráttunni. Framan af höfðu Kórdrengir tökin á leiknum þar sem þeir léku árásargjarnt í vörninni. Fylkir komst aðeins á skrið undir lok hálfleiks en forskot Kórdrengja var gott og staðan 10–5 í hálfleik. Kórdrengir héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks en þá tóku Fylkismenn 7 lotur í röð og staðan skyndilega orðin afar jöfn. Með herkjum tókst Kórdrengjum þó að sigla sigrinum heim að lokum. Var það BlazteR sem tryggði þeim síðustu lotuna með þrefaldri fellu í erfiðri stöðu og fór leikurinn 16–12 fyrir Kórdrengjum. Dusty – Ármann Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Dusty og Ármanns. Ármann átti harma að hefna eftir að hafa verið pakkað saman 16–3 í Ancient í fyrstu umferðinni og svo aftur 16–6 í þeirri áttundu. Kokhraustir leikmenn Dusty gerðu sér lítið fyrir og gjörsamlega rústuðu fyrri hálfleiknum. Ármann komst hvorki lönd né strönd á útisvæðinu og virtist Dusty hreinlega vera að leika sér að þeim. Staðan í hálfleik var því 12–3 fyrir Dusty og allt útlit fyrir að sá síðari yrði stuttur. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Ármann varðist framarlega í síðari hálfleik. Fóru þeir allir sem einn um kortið og stilltu upp í snarpar endurtökur til að tengja saman tíu lotur í röð og jafna 12–12. Eftirleikurinn var svo auðveldur þar sem Dusty náði einungis í eina lotu í viðbót og Ármann stóð því uppi sem sigurvegari leiksins, 16–13. Saga – XY Á föstudagskvöldið mættust svo erkifjendurnir Saga og XY. XY hafði unnið báðar fyrri viðureignir liðanna en með sigri gat Saga jafnað XY að stigum. Sniðugt kortaval Sögu átti eftir að skila sínu en bæði lið una sér vel í Nuke. Þess í stað hafði XY valið á milli Ancient og Dust 2, og valdi Dust 2. Þrátt fyrir breytingar á Dust 2 kortinu hafði ADHD algjör tök á miðjunni og hitti hvern leikmann XY á fætur öðrum með vappanum. Nýtti Saga sér það til að koma sprengjunni fyrir með snyrtilegum aðgerðum í fyrri hálfleik og komast í 11–4. XY minnkaði muninn örlítið í upphafi síðari hálfleiks en Saga mætti af hörku inn á sprengjusvæðið til að sjá við leikmönnum XY og hafa betur í leiknum, 16–10. Slakur varnarhálfleikur XY og kortavalið urðu þeim þannig að falli. Þór – Vallea Lokaleikur umferðarinnar var svo á milli Þórs og Vallea, liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Eftir tap Dusty gegn Ármanni hafði myndast glufa fyrir Þór til að vinna deildina og því mikið í húfi fyrir liðið. Þór náði forskoti strax í upphafi leiks og gátu þeir vopnast vel gegn skammbyssum Vallea. Góð hraðabreyting í sókn Vallea gerði það þó að verkum að staðan í hálfleik var eins jöfn og hugsast getur, 8–7 fyrir Þór. Í vörninni átti Vallea auðvelt með að losa um þá pressu sem sókn Þórs setti á liðið og sigldi Vallea því fljótlega fram úr þeim. Vallea var komið ansi nálægt því að vinna leikinn þegar Þórsarar spýttu í lófana, létu sprengjum rigna og brutu efnahag Vallea á bak aftur. Það var þó of seint í rassinn gripið og var það fjórföld fella frá Minidegreez sem tryggði Vallea sigur, 16–13. Staðan Að 15. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst, en mjórra er á mununum en oft áður. Dusty er enn sem fyrr á toppi deildarinnar og verður Þór að treysta á að Dusty tapi öðrum leik til að Þór eigi möguleika á að vinna deildina. Með sigri sínum fikrar Vallea sig enn nær Þór og skilja einungis tvö stig liðin að þó Þór hafi yfirhöndina í innbyrðisviðureignum liðanna. Næst á eftir raða sér Ármann, XY og Saga og enn sem áður reka svo Fylkir og Kórdrengir lestina. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 16. umferðin fram dagana 15. og 18. febrúar: Þór – Fylkir, 15. feb. kl. 20:30. Kórdrengir – XY, 15. feb. kl. 21:30. Dusty – Saga, 18. feb. kl. 20:30. Ármann – Vallea, 18. feb. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti