Endurheimti stolið hjól hálfu ári síðar þökk sé Hjólahvíslaranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 15:47 Hrafn var að vonum ánægður að endurheimta hjólið, enda hálft ár liðið og hann orðinn úrkula vonar um að sjá það aftur. Facebook/Hrafn Jónsson Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson, sem varð fyrir því óláni að rafmagnshjólinu hans var stolið fyrir um hálfu ári síðan, er afar þakklátur manninum sem komst á snoðir um staðsetningu hjólsins og kom því aftur í hendur eigandans, upp á eigin spýtur. Um er að ræða Bjartmar Leósson, sem hefur unnið sér inn sæmdarheitið Hjólahvíslarinn meðal þakklátra hjólaeigenda sem hafa fyrir hans tilstuðlan endurheimt stolin hjól. Í Facebook-færslu sem Hrafn Birti í dag segist hann hafa gefið upp alla von um það að fá hjólið til baka og því hafi það verið smá sjokk þegar Bjartmar, sem Hrafn segir einn ótrúlegasta mann sem hann hefur kynnst, hafi sent honum skilaboð um að hugsanlega hefði hjólið sést. „Og viti menn, klukkustund síðar var hann búinn að fanga hjólið og staðfesta að um rétt hjól væri að ræða með réttu stellnúmeri og koma til mín í heimsendingu,“ skrifar Hrafn. Í færslunni rekur hann hvernig Bjartmar setti sig strax í samband við hann um leið og hjólinu var stolið, og sagðist ætla að skoða málið. „Sama dag hafði hann í gegnum sambönd sín fengið mjög skýra mynd af þjófunum úr öryggismyndavél. Ég sendi þessi gögn samviskusamlega til lögreglunnar sem segir ekki nokkurn skapaðan hlut um það. Ég í barnslegri einlægni trúði því að það væri bara tímaspursmál hvenær hjólið mundi finnast með svona sterk sönnunargögn, en ekkert gerðist. Ég reyndi tvisvar að hringja til að athuga stöðuna en "rannsakandi" málsins var annaðhvort í fríi eða hafði ekki tíma til að tala við mig. Svo nokkrum vikum síðar fékk ég póst um að málinu hefði verið lokað. Svo líður og bíður og vonin um að hjólið finnist verður að engu. Þangað til í dag. Ótrúlegt.“ Hjólið sett í „kælingu“ Í samtali við Vísi segir Hrafn að hjólið sé í þokkalegu ásigkomulagi, þó ljóst sé að meðferðin sem það hafi fengið sé ekki til algerrar eftirbreytni. „Það sést aðeins á því. Það er búið að brjóta standarann af því og hnakkurinn er aðeins laus. Rafhlaðan er undir hlíf á miðju hjólinu, og það hafði einhver greinilega reynt að brjóta hana út með einhverjum verkfærum. Það hefur bæði verið reynt að skrúfa hana út og nota einhverja töng, þetta var allt svolítið groddaralegt,“ segir Hrafn. Hann segist telja líklegt að hjólaþjófurinn, eða þjófarnir, hafi metið það sem svo að ekki hafi verið óhætt að selja hjólið eins og það var og því brugðið á það ráð að koma rafhlöðunni í verð, en rafhlöður í rafmagnshjól geta verið ansi dýrar. Þá sé líklegt að hjólið hafi verið í svokallaðri „kælingu“ síðan því var stolið. Ekki sé um að ræða sérlega algengt hjól og þjófarnir líklega setið á því í svolítinn tíma, þar sem líklegt væri að Hrafn myndi reka augun í söluauglýsingar með sams konar hjóli. „Maður óttaðist bara, það er alltaf sagt að þessu sé bara smalað upp í gám og sent úr landi. En Bjartmar vill meina að það sé í fæstum tilfellum þannig. Þetta er í fæstum tilfellum einhver skipulögð glæpastarfsemi, oftast eru þetta bara einhver grey,“ segir Hrafn. Hann hefur ekki hugmynd um hver stal hjólinu hans, eða hvort Bjartmar viti það. Raunar segist Hrafn lítinn áhuga hafa á því að vita deili á þeim sem tók hjólið, enda ætli hann ekkert meira að aðhafast í málinu. „Ég er bara ánægður að fá hjólið heim.“ Sjaldgæft að lögreglan endurheimti hjólin Í Facebook-færslu sinni segist Hrafn þá skilja að lögreglan sé vanfjármögnuð og vanmönnuð. Í huga hans vakni engu að síður spurningar í tengslum við afgreiðslu á málinu. „En hvað er hún nákvæmlega að gera ef ekki að sýna því minnsta áhuga að rannsaka glæpi? Þetta er ekki eins og þessi hjól sem eru að hverfa séu bara eitthvað drasl; þetta eru verðmæti upp á hundruði þúsunda, og í einhverjum tilfellum milljónir og það eru mýmörg dæmi þess að lögreglan sýni því engan áhuga að leysa þessi mál.“ Í samtali við fréttastofu segir Hrafn að samskipti hans við lögregluna hafi verið á kurteislegu nótunum en augljóst hafi verið að áhugi fyrir því að leysa málið hafi verið takmarkaður. „Það var ekki verið að senda út sérsveitina, við skulum orða það þannig.“ Hrafn segist hafa það á tilfinningunni að lítið hafi verið gert í málinu af hálfu lögreglunnar, annað en að mynd af hjólinu hafi mögulega verið send út á lögreglumenn á vakt og þeir beðnir að hafa augun opin. „Svo eru sögur sem maður hefur heyrt, bæði í gegnum Bjartmar og svo af Facebook-síðu fyrir týnd og stolin hjól, þar sem ég hef aldrei lesið dæmi þess að fólk hafi endurheimt hjól í gegnum lögregluna. Og dæmi frá Bjartmari sjálfum, að hann hafi vitað hvar hjólin voru, bent lögreglunni á það en hún ekki einu sinni farið og bankað upp á.“ Hrafn bendir á að ekki sé um neina smáglæpi að ræða, heldur séu talsverðir fjármunir í spilinu. „Þessi rafhjól í dag hlaupa á hundruðum þúsunda, og dæmi um það að þetta sé komið yfir í einhverjar milljónir. Þannig að þetta er bara svolítið eins og að stela bíl, eða þaðan af stærri hlutum.“ Bjartmar hefur getið sér gott orð í hjólasamfélaginu fyrir það starf sem hann hefur unnið við að endurheimta stolin hjól.facebook/bjartmar leósson Leitar leiða til að styrkja Bjartmar Líkt og áður kom fram hefur Hrafn miklar mætur á Bjartmari, sem hefur getið sér gott orð í hjólreiðaheiminum fyrir framtak sitt í að endurheimta stolin hjól. Hrafn segir Bjartmar of hógværan til þess að biðja um nokkuð sjálfur, í skiptum fyrir það sem hann gerir. „Af því hann er svo ótrúlegur karakter og biður ekki um nokkurn skapaðan hlut, þá er ég að reyna að finna einhvern vettvang til að styrkja hann. Ég held að það sé svolítið mikilvægt, að svona karakterar fái ekki bara að daga uppi, því þó að hann vilji ekkert fá fyrir þetta þá eyðir hann ótrúlegum tíma og orku í þetta. Þannig að ég ætla að reyna að finna eitthvað út úr því, hvort það sé ekki einhver vettvangur þar sem hægt er að veita honum frjáls framlög, mánaðarlegar áskriftir eða eitthvað,“ segir Hrafn að lokum. Hjólreiðar Reykjavík Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Hrafn Birti í dag segist hann hafa gefið upp alla von um það að fá hjólið til baka og því hafi það verið smá sjokk þegar Bjartmar, sem Hrafn segir einn ótrúlegasta mann sem hann hefur kynnst, hafi sent honum skilaboð um að hugsanlega hefði hjólið sést. „Og viti menn, klukkustund síðar var hann búinn að fanga hjólið og staðfesta að um rétt hjól væri að ræða með réttu stellnúmeri og koma til mín í heimsendingu,“ skrifar Hrafn. Í færslunni rekur hann hvernig Bjartmar setti sig strax í samband við hann um leið og hjólinu var stolið, og sagðist ætla að skoða málið. „Sama dag hafði hann í gegnum sambönd sín fengið mjög skýra mynd af þjófunum úr öryggismyndavél. Ég sendi þessi gögn samviskusamlega til lögreglunnar sem segir ekki nokkurn skapaðan hlut um það. Ég í barnslegri einlægni trúði því að það væri bara tímaspursmál hvenær hjólið mundi finnast með svona sterk sönnunargögn, en ekkert gerðist. Ég reyndi tvisvar að hringja til að athuga stöðuna en "rannsakandi" málsins var annaðhvort í fríi eða hafði ekki tíma til að tala við mig. Svo nokkrum vikum síðar fékk ég póst um að málinu hefði verið lokað. Svo líður og bíður og vonin um að hjólið finnist verður að engu. Þangað til í dag. Ótrúlegt.“ Hjólið sett í „kælingu“ Í samtali við Vísi segir Hrafn að hjólið sé í þokkalegu ásigkomulagi, þó ljóst sé að meðferðin sem það hafi fengið sé ekki til algerrar eftirbreytni. „Það sést aðeins á því. Það er búið að brjóta standarann af því og hnakkurinn er aðeins laus. Rafhlaðan er undir hlíf á miðju hjólinu, og það hafði einhver greinilega reynt að brjóta hana út með einhverjum verkfærum. Það hefur bæði verið reynt að skrúfa hana út og nota einhverja töng, þetta var allt svolítið groddaralegt,“ segir Hrafn. Hann segist telja líklegt að hjólaþjófurinn, eða þjófarnir, hafi metið það sem svo að ekki hafi verið óhætt að selja hjólið eins og það var og því brugðið á það ráð að koma rafhlöðunni í verð, en rafhlöður í rafmagnshjól geta verið ansi dýrar. Þá sé líklegt að hjólið hafi verið í svokallaðri „kælingu“ síðan því var stolið. Ekki sé um að ræða sérlega algengt hjól og þjófarnir líklega setið á því í svolítinn tíma, þar sem líklegt væri að Hrafn myndi reka augun í söluauglýsingar með sams konar hjóli. „Maður óttaðist bara, það er alltaf sagt að þessu sé bara smalað upp í gám og sent úr landi. En Bjartmar vill meina að það sé í fæstum tilfellum þannig. Þetta er í fæstum tilfellum einhver skipulögð glæpastarfsemi, oftast eru þetta bara einhver grey,“ segir Hrafn. Hann hefur ekki hugmynd um hver stal hjólinu hans, eða hvort Bjartmar viti það. Raunar segist Hrafn lítinn áhuga hafa á því að vita deili á þeim sem tók hjólið, enda ætli hann ekkert meira að aðhafast í málinu. „Ég er bara ánægður að fá hjólið heim.“ Sjaldgæft að lögreglan endurheimti hjólin Í Facebook-færslu sinni segist Hrafn þá skilja að lögreglan sé vanfjármögnuð og vanmönnuð. Í huga hans vakni engu að síður spurningar í tengslum við afgreiðslu á málinu. „En hvað er hún nákvæmlega að gera ef ekki að sýna því minnsta áhuga að rannsaka glæpi? Þetta er ekki eins og þessi hjól sem eru að hverfa séu bara eitthvað drasl; þetta eru verðmæti upp á hundruði þúsunda, og í einhverjum tilfellum milljónir og það eru mýmörg dæmi þess að lögreglan sýni því engan áhuga að leysa þessi mál.“ Í samtali við fréttastofu segir Hrafn að samskipti hans við lögregluna hafi verið á kurteislegu nótunum en augljóst hafi verið að áhugi fyrir því að leysa málið hafi verið takmarkaður. „Það var ekki verið að senda út sérsveitina, við skulum orða það þannig.“ Hrafn segist hafa það á tilfinningunni að lítið hafi verið gert í málinu af hálfu lögreglunnar, annað en að mynd af hjólinu hafi mögulega verið send út á lögreglumenn á vakt og þeir beðnir að hafa augun opin. „Svo eru sögur sem maður hefur heyrt, bæði í gegnum Bjartmar og svo af Facebook-síðu fyrir týnd og stolin hjól, þar sem ég hef aldrei lesið dæmi þess að fólk hafi endurheimt hjól í gegnum lögregluna. Og dæmi frá Bjartmari sjálfum, að hann hafi vitað hvar hjólin voru, bent lögreglunni á það en hún ekki einu sinni farið og bankað upp á.“ Hrafn bendir á að ekki sé um neina smáglæpi að ræða, heldur séu talsverðir fjármunir í spilinu. „Þessi rafhjól í dag hlaupa á hundruðum þúsunda, og dæmi um það að þetta sé komið yfir í einhverjar milljónir. Þannig að þetta er bara svolítið eins og að stela bíl, eða þaðan af stærri hlutum.“ Bjartmar hefur getið sér gott orð í hjólasamfélaginu fyrir það starf sem hann hefur unnið við að endurheimta stolin hjól.facebook/bjartmar leósson Leitar leiða til að styrkja Bjartmar Líkt og áður kom fram hefur Hrafn miklar mætur á Bjartmari, sem hefur getið sér gott orð í hjólreiðaheiminum fyrir framtak sitt í að endurheimta stolin hjól. Hrafn segir Bjartmar of hógværan til þess að biðja um nokkuð sjálfur, í skiptum fyrir það sem hann gerir. „Af því hann er svo ótrúlegur karakter og biður ekki um nokkurn skapaðan hlut, þá er ég að reyna að finna einhvern vettvang til að styrkja hann. Ég held að það sé svolítið mikilvægt, að svona karakterar fái ekki bara að daga uppi, því þó að hann vilji ekkert fá fyrir þetta þá eyðir hann ótrúlegum tíma og orku í þetta. Þannig að ég ætla að reyna að finna eitthvað út úr því, hvort það sé ekki einhver vettvangur þar sem hægt er að veita honum frjáls framlög, mánaðarlegar áskriftir eða eitthvað,“ segir Hrafn að lokum.
Hjólreiðar Reykjavík Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira