„RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2025 12:01 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur sterkar skoðanir á þátttöku Ísrael í keppninni í ár. Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni. Þátttaka Ísrael í keppninni á næsta ári var samþykkt á fundi aðildarþjóða Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í gær og hafa Írar, Hollendingar, Spánverjar og Slóvenar þegar tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í keppninni á nýju ári vegna þessa. Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður RÚV segir ákvörðunina um þátttöku Ísrael vonbrigði, ákvörðun um þáttöku Íslands verði tekin á stjórnarfundi RÚV næsta miðvikudag. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er staddur á fundi EBU, hann segir málið í skoðun og ákvörðunar að vænta í næstu viku. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem skorað hafa á RÚV að draga sig úr keppni. „Það að Ísrael fái að vera með núna eftir allt sem á undan er gengið þýðir bara einfaldlega að EBU eru gungur og þótt EBU séu gungur sem geti ekki sett mörk, sem geta ekki sett stríðsglæpamönnum mörk, þá þurfum við ekki að vera gungur.“ Geti vel haldið Söngvakeppni án Eurovision Ríkisútvarpið geti vel haldið Söngvakeppnina í vor líkt og síðustu ár þó Ísland dragi sig úr keppninni. „Við eigum frekar að vera í liði með Spáni, Írlandi, Hollandi og Slóveníu sem eru búin að setja mörk. Það skiptir máli að Spánn sé þarna, því þeir eru einir af stóru þjóðinni, það skiptir máli að Írland sé þarna því þeir hafa unnið oftast. Þannig þetta eru engir aukvissar í keppninni og við Íslendingar höfum tvisvar verið í öðru sæti, þannig við höfum víst rödd.“ Sé vilji meirihluta þjóðarinnar Það skipti máli að nota þá rödd, sniðganga sé albesta leiðin til að setja stríðsglæpamönnum mörk. Páll segist vera með einföld skilaboð til stjórnarmanna RÚV, að hlýða vilja meirihluta þjóðarinnar sem vilji ekki taka þátt verði Ísrael með. „Það er allt gert til þess að halda þessari þjóð inni þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Á sama tíma var ekkert mál að ýta Rússalandi út, það tók tvo sólarhringa að ýta Rússlandi út. Þannig tvöföldu skilaboðin eru yfirgengileg hjá EBU. Ekki vera EBU, ekki vera gungur, RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar. Setjum mörk. Ekki taka þátt í Eurovision, ekki fyrr en Ísrael er endanlega komið út.“ Eurovision Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Þátttaka Ísrael í keppninni á næsta ári var samþykkt á fundi aðildarþjóða Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í gær og hafa Írar, Hollendingar, Spánverjar og Slóvenar þegar tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í keppninni á nýju ári vegna þessa. Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður RÚV segir ákvörðunina um þátttöku Ísrael vonbrigði, ákvörðun um þáttöku Íslands verði tekin á stjórnarfundi RÚV næsta miðvikudag. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri er staddur á fundi EBU, hann segir málið í skoðun og ákvörðunar að vænta í næstu viku. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem skorað hafa á RÚV að draga sig úr keppni. „Það að Ísrael fái að vera með núna eftir allt sem á undan er gengið þýðir bara einfaldlega að EBU eru gungur og þótt EBU séu gungur sem geti ekki sett mörk, sem geta ekki sett stríðsglæpamönnum mörk, þá þurfum við ekki að vera gungur.“ Geti vel haldið Söngvakeppni án Eurovision Ríkisútvarpið geti vel haldið Söngvakeppnina í vor líkt og síðustu ár þó Ísland dragi sig úr keppninni. „Við eigum frekar að vera í liði með Spáni, Írlandi, Hollandi og Slóveníu sem eru búin að setja mörk. Það skiptir máli að Spánn sé þarna, því þeir eru einir af stóru þjóðinni, það skiptir máli að Írland sé þarna því þeir hafa unnið oftast. Þannig þetta eru engir aukvissar í keppninni og við Íslendingar höfum tvisvar verið í öðru sæti, þannig við höfum víst rödd.“ Sé vilji meirihluta þjóðarinnar Það skipti máli að nota þá rödd, sniðganga sé albesta leiðin til að setja stríðsglæpamönnum mörk. Páll segist vera með einföld skilaboð til stjórnarmanna RÚV, að hlýða vilja meirihluta þjóðarinnar sem vilji ekki taka þátt verði Ísrael með. „Það er allt gert til þess að halda þessari þjóð inni þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Á sama tíma var ekkert mál að ýta Rússalandi út, það tók tvo sólarhringa að ýta Rússlandi út. Þannig tvöföldu skilaboðin eru yfirgengileg hjá EBU. Ekki vera EBU, ekki vera gungur, RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar. Setjum mörk. Ekki taka þátt í Eurovision, ekki fyrr en Ísrael er endanlega komið út.“
Eurovision Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira