Innlent

Sprengi­sandur: Út­lendinga­mál, efna­hags­mál og konur í ný­sköpun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um áform iðnaðarins á þessu ári, sem nefnt er ár grænnar iðnbyltingar. Hvað felst í þessu heiti, hverjir eru með og hvað ætla þeir sem eru með að gera?

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mætir næstur og ætlar að ræða útlendingamál, ríkisborgararétt og þjónustu við hælisleitendur við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmann Pírata.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar ætla að fjalla um efnahagsmálin, vaxtahækkanir, verðbólgu, bankaskatt, sértækar og almennar aðgerðir og horfurnar sem virðast ærið þungbúnar.

Síðustu mætir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, frumkvöðull á sviði tónlistar og tækni. Margrét hefur að undanförnu vakið athygli á því að nær ekkert fjármagn, sem ætlað er nýsköpun, rennur til kvenna eða fyrirtækja þar sem konur eru í meirihluta eigenda eða stjórnenda. 

Hægt verður að hlusta á Sprengisand í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×