Rafael Leno, vængmaður Milan, gerði eina mark leiksins á áttundu mínútu þegar hann fór illa með Bereszynski, hægri bakvörð Sampdoria, eftir stoðsendingu markvarðarins Mike Maignan yfir völlinn endilangan.
Með sigrinum er Milan komið með 55 stig og fer því upp fyrir Inter með einu stigi en Inter gerði jafntefli við Napoli í gær. Inter á þó einn leik til góða á Milan.