Emil aftur í fótbolta eftir hjartastoppið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 09:01 Emil Pálsson á fyrstu æfingunni eftir hjartastoppið í byrjun nóvember. Hann æfði með Sarpsborg á Spáni í gær. sarpsborg08.no Þremur mánuðum eftir að hafa verið lífgaður við á knattspyrnuvellinum, þar sem hjarta hans stöðvaðist í hátt í fjórar mínútur, er Emil Pálsson farinn að geta æft fótbolta að nýju. Norska félagið Sarpsborg, sem Emil er á mála hjá, birti myndskeið af Emil í gær þar sem hann tók þátt í æfingu á Spáni en liðið undirbýr sig þar fyrir komandi keppnistímabil. Emil kvaðst svo sannarlega glaður yfir að komast aftur á æfingu, og geta hitt félaga sína. Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022 Það var 1. nóvember síðastliðinn sem Emil hné niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni, en Emil var að láni hjá Sogndal seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil þegar hann ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir hjartastoppið. Í viðtölum í kjölfarið sagðist hann ekkert vita um framhaldið hjá sér í fótboltanum og taldi jafnvel lítinn möguleika á að hann héldi knattspyrnuferlinum áfram. Svipmyndirnar frá æfingu Sarpsborg í gær gefa hins vegar til kynna að þessi 28 ára gamli Ísfirðingur sé á réttri leið, líkt og Daninn Christian Eriksen sem er mættur í ensku úrvalsdeildina hjá Brentford eftir hjartastopp á EM í fyrrasumar. Sarpsborg á fyrir höndum nokkra æfingaleiki á Spáni en byrjar svo leiktíðina á bikarleik gegn Asane 13. mars. Fyrsti leikur liðsins í norsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð er gegn Viking 3. apríl. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Norska félagið Sarpsborg, sem Emil er á mála hjá, birti myndskeið af Emil í gær þar sem hann tók þátt í æfingu á Spáni en liðið undirbýr sig þar fyrir komandi keppnistímabil. Emil kvaðst svo sannarlega glaður yfir að komast aftur á æfingu, og geta hitt félaga sína. Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022 Það var 1. nóvember síðastliðinn sem Emil hné niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni, en Emil var að láni hjá Sogndal seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil þegar hann ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir hjartastoppið. Í viðtölum í kjölfarið sagðist hann ekkert vita um framhaldið hjá sér í fótboltanum og taldi jafnvel lítinn möguleika á að hann héldi knattspyrnuferlinum áfram. Svipmyndirnar frá æfingu Sarpsborg í gær gefa hins vegar til kynna að þessi 28 ára gamli Ísfirðingur sé á réttri leið, líkt og Daninn Christian Eriksen sem er mættur í ensku úrvalsdeildina hjá Brentford eftir hjartastopp á EM í fyrrasumar. Sarpsborg á fyrir höndum nokkra æfingaleiki á Spáni en byrjar svo leiktíðina á bikarleik gegn Asane 13. mars. Fyrsti leikur liðsins í norsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð er gegn Viking 3. apríl.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira