Fjarvistir vegna COVID-19 valda áhyggjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 14:26 Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi Vísir/Vilhelm Allverulega hefur bæst í hóp þeirra sem eru frá vinnu á Landspítalanum vegna kórónuveirusýkingar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir þungar vikur fram undan. Möguleg allsherjar aflétting á sóttvarnatakmörkunum í samfélaginu fyrir mánaðamót veldur viðbragðsstjórn áhyggjum. Um helgina var stórt skref stigið í afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. Skemmtanalífið var í hæstu hæðum liðna helgi á sama tíma og verulega fjölgaði í hópi smitaðs starfsfólks á Landspítalanum. Nú eru 302 starfsmenn Landspítalans frá vinnu vegna sýkingar en fyrir helgi voru þeir rúmlega 250. Á spítalanum liggur nú 41 með COVID-19 og eru tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél. Sigríður segir að róðurinn sé þungur vegna fjarvista. „Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni undanfarið; hversu mikil áhrif nákvæmlega þessar útbreiddu sýkingar munu hafa á starfsemina. Þarna hefur aukist allverulega í hópi smitaðra starfsmanna sem eru núna frá vinnu. Það er mjög flókin staða að leysa úr og verkefni sem við liggjum yfir á hverjum einasta degi.“ Bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa sagt að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að ráðast í allsherjar afléttingu á takmörkunum fyrir mánaðamót. Sigríður var spurð hvernig henni litist á blikuna. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.Vísir/Egill „Þetta er mikil jafnvægislist að hitta á rétta tóninn í þessu. Þetta veldur okkur, sem stýrum viðbragði á spítalanum, náttúrulega talsverðum áhyggjum þegar afléttingar eru þetta miklar einfaldlega vegna þess að eftir því sem fjölgar í hópi smitaðra þá er alltaf ákveðið hlutfall sem leggst inn á sjúkrahús. Þetta getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar í okkar starfsmannahópi. Þannig að þetta verða þungar vikur fram undan, það er alveg á hreinu og ef afléttingar verða ennþá meiri þá má búast við því að þetta verði krefjandi verkefni hérna hjá okkur á Landspítalanum.“ Sigríður segir að verulega hafi reynt á starfsmannahópinn í kórónuveirufaraldrinum. Það sé eitt að bregðast við nokkurra vikna krísuástandi en allt annað vinna undir viðvarandi álagi nú í rúmlega tvö ár. „Við höfum áhyggjur af því að það verði aukið brottfall úr okkar starfsmannahópi en á hverjum einasta degi reynum við að leita lausna og að styðja við fólk en raunverulega lausnin felst í því að þessu álagi sloti“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Um helgina var stórt skref stigið í afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. Skemmtanalífið var í hæstu hæðum liðna helgi á sama tíma og verulega fjölgaði í hópi smitaðs starfsfólks á Landspítalanum. Nú eru 302 starfsmenn Landspítalans frá vinnu vegna sýkingar en fyrir helgi voru þeir rúmlega 250. Á spítalanum liggur nú 41 með COVID-19 og eru tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél. Sigríður segir að róðurinn sé þungur vegna fjarvista. „Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni undanfarið; hversu mikil áhrif nákvæmlega þessar útbreiddu sýkingar munu hafa á starfsemina. Þarna hefur aukist allverulega í hópi smitaðra starfsmanna sem eru núna frá vinnu. Það er mjög flókin staða að leysa úr og verkefni sem við liggjum yfir á hverjum einasta degi.“ Bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa sagt að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að ráðast í allsherjar afléttingu á takmörkunum fyrir mánaðamót. Sigríður var spurð hvernig henni litist á blikuna. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.Vísir/Egill „Þetta er mikil jafnvægislist að hitta á rétta tóninn í þessu. Þetta veldur okkur, sem stýrum viðbragði á spítalanum, náttúrulega talsverðum áhyggjum þegar afléttingar eru þetta miklar einfaldlega vegna þess að eftir því sem fjölgar í hópi smitaðra þá er alltaf ákveðið hlutfall sem leggst inn á sjúkrahús. Þetta getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar í okkar starfsmannahópi. Þannig að þetta verða þungar vikur fram undan, það er alveg á hreinu og ef afléttingar verða ennþá meiri þá má búast við því að þetta verði krefjandi verkefni hérna hjá okkur á Landspítalanum.“ Sigríður segir að verulega hafi reynt á starfsmannahópinn í kórónuveirufaraldrinum. Það sé eitt að bregðast við nokkurra vikna krísuástandi en allt annað vinna undir viðvarandi álagi nú í rúmlega tvö ár. „Við höfum áhyggjur af því að það verði aukið brottfall úr okkar starfsmannahópi en á hverjum einasta degi reynum við að leita lausna og að styðja við fólk en raunverulega lausnin felst í því að þessu álagi sloti“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32
Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu