Helga Jóhanna stefnir á þriðja sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2022 10:31 Helga Jóhanna Oddsdóttir. Helga Jóhanna Oddsdóttir býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helgu Jóhönnu sem hefur undanfarin tvö ár starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna. „Ég er 48 ára, fædd og uppalin í Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ og hef búið þar mestan hluta ævi minnar með viðkomu í Þýskalandi, Reykjavík og Garðabæ. Ég er gift Einari Jónssyni sem fæddur og uppalinn er í Njarðvík og eigum við samtals fimm syni og sex barnabörn. Frá janúar 2020 hef ég starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna hf. og þar áður sem stjórnunarráðgjafi í eigin rekstri í 10 ár,“ segir Helga Jóhanna. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúana. „Stuðla að eflingu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð með sérstakri áherslu á aukið aðgengi að sérfræðingum á sviði geðheilsu og aukinn stuðningur við, og áhersla á, hlutverk íþrótta og lýðheilsu í lífi barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Við höfum allt til að bera til að vera það sveitarfélag sem best er að búa í, með öflugri þjónustu við alla aldurshópa, frá vöggu til grafar,“ segir Helga. „Ég þekki vel til starfsemi og áskorana sveitarfélaga úr fyrri störfum, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar á árunum 2003-2008, aðalmaður í barnaverndarnefnd í 8 ár og aðalmaður í fræðsluráði í 4 ár. Sem ráðgjafi sveitarfélaga um allt land, bæði á sviði stefnumótunar, mannauðsráðgjafar og þjálfunar stjórnenda. Eins tók ég að mér verkefni á vegum Evrópusambandsins í Kambódíu þar sem áherslan var á eflingu sveitarstjórnarstigsins.“ Helga Jóhanna segist trúa því að reynsla hennar og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel. Hún hlakki til að stíga sín fyrstu skref í þá átt sem frambjóðandi. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég er 48 ára, fædd og uppalin í Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ og hef búið þar mestan hluta ævi minnar með viðkomu í Þýskalandi, Reykjavík og Garðabæ. Ég er gift Einari Jónssyni sem fæddur og uppalinn er í Njarðvík og eigum við samtals fimm syni og sex barnabörn. Frá janúar 2020 hef ég starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna hf. og þar áður sem stjórnunarráðgjafi í eigin rekstri í 10 ár,“ segir Helga Jóhanna. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúana. „Stuðla að eflingu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð með sérstakri áherslu á aukið aðgengi að sérfræðingum á sviði geðheilsu og aukinn stuðningur við, og áhersla á, hlutverk íþrótta og lýðheilsu í lífi barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Við höfum allt til að bera til að vera það sveitarfélag sem best er að búa í, með öflugri þjónustu við alla aldurshópa, frá vöggu til grafar,“ segir Helga. „Ég þekki vel til starfsemi og áskorana sveitarfélaga úr fyrri störfum, sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar á árunum 2003-2008, aðalmaður í barnaverndarnefnd í 8 ár og aðalmaður í fræðsluráði í 4 ár. Sem ráðgjafi sveitarfélaga um allt land, bæði á sviði stefnumótunar, mannauðsráðgjafar og þjálfunar stjórnenda. Eins tók ég að mér verkefni á vegum Evrópusambandsins í Kambódíu þar sem áherslan var á eflingu sveitarstjórnarstigsins.“ Helga Jóhanna segist trúa því að reynsla hennar og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel. Hún hlakki til að stíga sín fyrstu skref í þá átt sem frambjóðandi. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira