Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2022 13:04 Snjóbíll Björgunarfélags Árborgar er á leið á vettvang. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17