Þetta segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að á þessum tímapunkti veðri starfsemi göngudeildarinnar og fjarþjónusta símavers Landspítala dregin saman.
„Mikið veikum einstaklingum og fólki í sérstakri áhættu verður áfram vísað til mats og meðferðar á Landspítala. Fjarþjónusta Landspítala mun áfram meta svör fólks á Heilsuveru og hvort ástæða er til vöktunar símleiðis eða skoðunar á Birkiborg á Landspítala Fossvogi,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að spítalinn muni sömuleiðis hafa eftirlit með fólki á farsóttarhótelum eins og þörf krefji. Starfsfólk heilsugæslu og Læknavaktar hafi hnökralausan aðgang að Covid-19 sérfræðingum Landspítala og heilsugæsla sinni áfram greiningu smitaðra með PCR-prófi eða hraðprófi.
Heilsuvera verði áfram miðlæg upplýsingalind fyrir smitaða einstaklinga. Þar fái fólk upplýsingar um sýkingu, leiðbeiningar og boð um útfyllingu spurningalista á svokölluðu heilsufarsblaði eftir einkenna verði vart.
Þá er gert ráð fyrir að endurnýjun lyfseðla fari að mestu fram á heilsugæslu. Sjúklingar geti nú haft samband á heilsuvera.is annað hvort við netspjall á ytri vef eða sent erindi á „mínar síður“. Þá megi hafa beint samband við heilsugæslutöð eða Læknavakt.