Hafa notað lífsýni þolenda til að bendla þá við aðra glæpi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2022 11:45 Ekki er vitað til þess að vinnubrögðum lögreglunnar í San Francisco hafi verið beitt annars staðar í Bandaríkjunum. Upp hefur komist að lögreglan í San Francisco hefur verið að nota erfðaupplýsingar þolenda kynferðisbrota til að tengja þá við aðra glæpi. Yfirsaksóknari borgarinnar segir lögreglu fara með þolendur eins og sönnunargögn og vill banna athæfið. Aðstoðarmenn yfirsaksóknarans, Chesa Boudin, segja embætti' ekki hafa vitað af vinnuaðferðum lögreglu fyrr en lögregla greindi frá því í síðustu viku að kona hefði verið handtekinn í tengslum við glæp á grundvelli erfðaupplýsinga sem var aflað eftir að hún tilkynnti að sér hefði verið nauðgað. Lífsýni var tekið hjá konunni til að bera kennsl á gerandann. Í kjölfarið kom í ljós að þetta er langt í frá eina tilfellið þar sem lögregla hefur notað erfðaupplýsingar sem safnað var við rannsókn kynferðisbrotamáls til að máta þolandann við aðra glæpi. Raunar kann að vera að þetta hafi tíðkast allt frá 2015. William Scott, yfirlögreglustjóri San Francisco, hefur sagt að málið verði kannað; ef rétt reynist þá muni hann beita sér til að taka fyrir aðferðirnar. „Við megum aldrei skapa neikvæða hvata fyrir fórnarlömb glæpa að gefa sig fram við lögreglu,“ sagði hann. Forsvarsmenn baráttusamtaka þolenda ofbeldis segja óforsvaranlegt að sönnunargögn sem safnað er til að bera kennsl á gerendur séu notuð gegn þolendum. „Þolendur sem gangast undir rannsókn í kjölfar nauðgunar hafa gefið samþykki sitt fyrir söfnun lífsýnis í mjög afmörkuðum tilgangi: til að stuðla að því að nauðgarinn náist,“ segir Camille Cooper, varaforseti stefnumótunar hjá RAINN (Rape, Abuse & Incest National Network). New York Times greindi frá. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Aðstoðarmenn yfirsaksóknarans, Chesa Boudin, segja embætti' ekki hafa vitað af vinnuaðferðum lögreglu fyrr en lögregla greindi frá því í síðustu viku að kona hefði verið handtekinn í tengslum við glæp á grundvelli erfðaupplýsinga sem var aflað eftir að hún tilkynnti að sér hefði verið nauðgað. Lífsýni var tekið hjá konunni til að bera kennsl á gerandann. Í kjölfarið kom í ljós að þetta er langt í frá eina tilfellið þar sem lögregla hefur notað erfðaupplýsingar sem safnað var við rannsókn kynferðisbrotamáls til að máta þolandann við aðra glæpi. Raunar kann að vera að þetta hafi tíðkast allt frá 2015. William Scott, yfirlögreglustjóri San Francisco, hefur sagt að málið verði kannað; ef rétt reynist þá muni hann beita sér til að taka fyrir aðferðirnar. „Við megum aldrei skapa neikvæða hvata fyrir fórnarlömb glæpa að gefa sig fram við lögreglu,“ sagði hann. Forsvarsmenn baráttusamtaka þolenda ofbeldis segja óforsvaranlegt að sönnunargögn sem safnað er til að bera kennsl á gerendur séu notuð gegn þolendum. „Þolendur sem gangast undir rannsókn í kjölfar nauðgunar hafa gefið samþykki sitt fyrir söfnun lífsýnis í mjög afmörkuðum tilgangi: til að stuðla að því að nauðgarinn náist,“ segir Camille Cooper, varaforseti stefnumótunar hjá RAINN (Rape, Abuse & Incest National Network). New York Times greindi frá.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira