Um er að ræða samskiptabúnað, loftnetastöð og annan tæknibúnað sem sinnir móttöku og meðhöndlun gagna frá gervitunglum á sporbraut um jörðu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Borealis Data Center.
Leaf Space sérhæfir sig í samskiptum við gervihnetti og þjónustar fyrirtæki sem þurfa aðgengi að gervihnöttum á sporbaug um jörðu. Lausn Leaf Space á Blönduósi er hönnuð með það í huga að þjónusta gervihnetti á norðurslóðum. Stöðin er hluti af neti Leaf Space og á að þétta útbreiðslusvæð þess á norðurhveli jarðar og lágmarkaa biðtíma gagna frá gervihnöttum.

„Það er ánægjulegt að bæta við geimgagnavinnslu á Blönduósi og er uppbyggingin með Leaf Space staðfesting á þeim kostum og innviðum sem staðsetningin býður upp á. Borealis er nú komið í þá aðstöðu að þjónusta vaxandi umsvif í geimnum ásamt nýjum samstarfsfélögum hjá Leaf Space. Stuðningur frá heimamönnum og sveitafélaginu hefur skipt sköpun fyrir okkar uppbyggingu á svæðinu“, er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra Borealis Data Center í tilkynningunni.