Ljósmyndarafélag Íslands 95 ára Laufey Ósk Magnúsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 16:01 Með tilkomu stafrænnar tækni í ljósmyndun í upphafi aldar sáu allir fyrir sér miklar breytingar framundan í faginu þó enginn hafi vitað hverjar þær breytingar yrðu nákvæmlega. Eins og fylgir öllum breytingum komu upp áhyggjuraddir. Yrðu ljósmyndir mögulega minna virði þegar allir geta tekið myndir? Mun tæknin taka myndirnar fyrir okkur? Er þetta möguleg ógn við ljósmyndun sem starf? Í dag vitum við að tæknin er einmitt bara það, tæki fyrir okkur ljósmyndara að vinna með. Tækni til að einfalda okkur vinnuna að einhverju leyti sem gefur okkur enn meira rými til að skapa. Eða eins og fyrrum formaður Ljósmyndarafélags Íslands orðaði svo flott í viðtali um árið; það að eiga fiðlu gerir okkur ekki að fiðluleikara. Notkun myndefnis hefur á heildina litið aldrei verið meiri en í dag sem kallar á mikla sköpun myndefnis sömuleiðis. Netmiðlar byggja að mjög miklu leyti á myndum og myndböndum. Sem betur fer eru enn fyrirtæki og einstaklingar sem vilja vanda til verka og ráða ljósmyndara í verkefnin. Skilin milli ljósmyndunar og myndbandagerðar verða sífellt óljósari og margir fagmenn eru farnir að gera hvort tveggja. Allir hafa tæknina, sem setur á okkur ljósmyndara auknar kröfur til að vera enn betri og að skera okkur úr, jafnvel sérhæfa okkur. Flestir ljósmyndarar hafa tekið þessari áskorun fagnandi. Úr hefur orðið að við hér á Íslandi eigum frábært fagfólk sem ber að hampa. Ljósmyndasýning er ein leið til þess. Ljósmyndarafélag Íslands varð 95 ára nýlega og einn hluti af hátíðarhöldum af tilefninu er samnorræn ljósmyndasýning í Hörpu sem opnar föstudaginn 18. febrúar kl. 16.30. Sýningin samanstendur af verðlaunamyndum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningin mun standa til 3. mars og er öllum opin. Við sama tilefni verða veitt verðlaun fyrir íslensku myndirnar. Ljósmyndarar, ýmist íslenskir eða búsettir á Íslandi, sendu inn myndir í fjóra flokka og var frábær þátttaka. Ljósmyndarafélag Íslands fékk þrjá erlenda dómara sem lögðu mat á innsendar myndir. Stigahæsta mynd í hverjum flokki fær verðlaun. Fimm aðrar stigahæstu myndir óháð flokkum komust svo inn á sýninguna. Dómararnir þrír eru Tony Sweet frá Bandaríkjunum, Gabe McClintock frá Kanada og Line Loholt frá Noregi. Útkoman er frábær sýning sem er þverskurður af ljósmyndun á Íslandi síðustu misserin. Framtíðin er björt í ljósmyndun og mörg verkefni framundan fyrir okkur sem fagfólk. Til dæmis að auka samheldni í stéttinni og auðvelda nýliðun. Stórt og öflugt félag starfandi ljósmyndara sem vinnur vel með yfirvöldum og skólum tel ég vera lykilatriði í því. Höfundur er ljósmyndari og formaður Ljósmyndarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Með tilkomu stafrænnar tækni í ljósmyndun í upphafi aldar sáu allir fyrir sér miklar breytingar framundan í faginu þó enginn hafi vitað hverjar þær breytingar yrðu nákvæmlega. Eins og fylgir öllum breytingum komu upp áhyggjuraddir. Yrðu ljósmyndir mögulega minna virði þegar allir geta tekið myndir? Mun tæknin taka myndirnar fyrir okkur? Er þetta möguleg ógn við ljósmyndun sem starf? Í dag vitum við að tæknin er einmitt bara það, tæki fyrir okkur ljósmyndara að vinna með. Tækni til að einfalda okkur vinnuna að einhverju leyti sem gefur okkur enn meira rými til að skapa. Eða eins og fyrrum formaður Ljósmyndarafélags Íslands orðaði svo flott í viðtali um árið; það að eiga fiðlu gerir okkur ekki að fiðluleikara. Notkun myndefnis hefur á heildina litið aldrei verið meiri en í dag sem kallar á mikla sköpun myndefnis sömuleiðis. Netmiðlar byggja að mjög miklu leyti á myndum og myndböndum. Sem betur fer eru enn fyrirtæki og einstaklingar sem vilja vanda til verka og ráða ljósmyndara í verkefnin. Skilin milli ljósmyndunar og myndbandagerðar verða sífellt óljósari og margir fagmenn eru farnir að gera hvort tveggja. Allir hafa tæknina, sem setur á okkur ljósmyndara auknar kröfur til að vera enn betri og að skera okkur úr, jafnvel sérhæfa okkur. Flestir ljósmyndarar hafa tekið þessari áskorun fagnandi. Úr hefur orðið að við hér á Íslandi eigum frábært fagfólk sem ber að hampa. Ljósmyndasýning er ein leið til þess. Ljósmyndarafélag Íslands varð 95 ára nýlega og einn hluti af hátíðarhöldum af tilefninu er samnorræn ljósmyndasýning í Hörpu sem opnar föstudaginn 18. febrúar kl. 16.30. Sýningin samanstendur af verðlaunamyndum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningin mun standa til 3. mars og er öllum opin. Við sama tilefni verða veitt verðlaun fyrir íslensku myndirnar. Ljósmyndarar, ýmist íslenskir eða búsettir á Íslandi, sendu inn myndir í fjóra flokka og var frábær þátttaka. Ljósmyndarafélag Íslands fékk þrjá erlenda dómara sem lögðu mat á innsendar myndir. Stigahæsta mynd í hverjum flokki fær verðlaun. Fimm aðrar stigahæstu myndir óháð flokkum komust svo inn á sýninguna. Dómararnir þrír eru Tony Sweet frá Bandaríkjunum, Gabe McClintock frá Kanada og Line Loholt frá Noregi. Útkoman er frábær sýning sem er þverskurður af ljósmyndun á Íslandi síðustu misserin. Framtíðin er björt í ljósmyndun og mörg verkefni framundan fyrir okkur sem fagfólk. Til dæmis að auka samheldni í stéttinni og auðvelda nýliðun. Stórt og öflugt félag starfandi ljósmyndara sem vinnur vel með yfirvöldum og skólum tel ég vera lykilatriði í því. Höfundur er ljósmyndari og formaður Ljósmyndarafélags Íslands.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun