Ljósmyndarafélag Íslands 95 ára Laufey Ósk Magnúsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 16:01 Með tilkomu stafrænnar tækni í ljósmyndun í upphafi aldar sáu allir fyrir sér miklar breytingar framundan í faginu þó enginn hafi vitað hverjar þær breytingar yrðu nákvæmlega. Eins og fylgir öllum breytingum komu upp áhyggjuraddir. Yrðu ljósmyndir mögulega minna virði þegar allir geta tekið myndir? Mun tæknin taka myndirnar fyrir okkur? Er þetta möguleg ógn við ljósmyndun sem starf? Í dag vitum við að tæknin er einmitt bara það, tæki fyrir okkur ljósmyndara að vinna með. Tækni til að einfalda okkur vinnuna að einhverju leyti sem gefur okkur enn meira rými til að skapa. Eða eins og fyrrum formaður Ljósmyndarafélags Íslands orðaði svo flott í viðtali um árið; það að eiga fiðlu gerir okkur ekki að fiðluleikara. Notkun myndefnis hefur á heildina litið aldrei verið meiri en í dag sem kallar á mikla sköpun myndefnis sömuleiðis. Netmiðlar byggja að mjög miklu leyti á myndum og myndböndum. Sem betur fer eru enn fyrirtæki og einstaklingar sem vilja vanda til verka og ráða ljósmyndara í verkefnin. Skilin milli ljósmyndunar og myndbandagerðar verða sífellt óljósari og margir fagmenn eru farnir að gera hvort tveggja. Allir hafa tæknina, sem setur á okkur ljósmyndara auknar kröfur til að vera enn betri og að skera okkur úr, jafnvel sérhæfa okkur. Flestir ljósmyndarar hafa tekið þessari áskorun fagnandi. Úr hefur orðið að við hér á Íslandi eigum frábært fagfólk sem ber að hampa. Ljósmyndasýning er ein leið til þess. Ljósmyndarafélag Íslands varð 95 ára nýlega og einn hluti af hátíðarhöldum af tilefninu er samnorræn ljósmyndasýning í Hörpu sem opnar föstudaginn 18. febrúar kl. 16.30. Sýningin samanstendur af verðlaunamyndum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningin mun standa til 3. mars og er öllum opin. Við sama tilefni verða veitt verðlaun fyrir íslensku myndirnar. Ljósmyndarar, ýmist íslenskir eða búsettir á Íslandi, sendu inn myndir í fjóra flokka og var frábær þátttaka. Ljósmyndarafélag Íslands fékk þrjá erlenda dómara sem lögðu mat á innsendar myndir. Stigahæsta mynd í hverjum flokki fær verðlaun. Fimm aðrar stigahæstu myndir óháð flokkum komust svo inn á sýninguna. Dómararnir þrír eru Tony Sweet frá Bandaríkjunum, Gabe McClintock frá Kanada og Line Loholt frá Noregi. Útkoman er frábær sýning sem er þverskurður af ljósmyndun á Íslandi síðustu misserin. Framtíðin er björt í ljósmyndun og mörg verkefni framundan fyrir okkur sem fagfólk. Til dæmis að auka samheldni í stéttinni og auðvelda nýliðun. Stórt og öflugt félag starfandi ljósmyndara sem vinnur vel með yfirvöldum og skólum tel ég vera lykilatriði í því. Höfundur er ljósmyndari og formaður Ljósmyndarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ljósmyndun Tímamót Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Með tilkomu stafrænnar tækni í ljósmyndun í upphafi aldar sáu allir fyrir sér miklar breytingar framundan í faginu þó enginn hafi vitað hverjar þær breytingar yrðu nákvæmlega. Eins og fylgir öllum breytingum komu upp áhyggjuraddir. Yrðu ljósmyndir mögulega minna virði þegar allir geta tekið myndir? Mun tæknin taka myndirnar fyrir okkur? Er þetta möguleg ógn við ljósmyndun sem starf? Í dag vitum við að tæknin er einmitt bara það, tæki fyrir okkur ljósmyndara að vinna með. Tækni til að einfalda okkur vinnuna að einhverju leyti sem gefur okkur enn meira rými til að skapa. Eða eins og fyrrum formaður Ljósmyndarafélags Íslands orðaði svo flott í viðtali um árið; það að eiga fiðlu gerir okkur ekki að fiðluleikara. Notkun myndefnis hefur á heildina litið aldrei verið meiri en í dag sem kallar á mikla sköpun myndefnis sömuleiðis. Netmiðlar byggja að mjög miklu leyti á myndum og myndböndum. Sem betur fer eru enn fyrirtæki og einstaklingar sem vilja vanda til verka og ráða ljósmyndara í verkefnin. Skilin milli ljósmyndunar og myndbandagerðar verða sífellt óljósari og margir fagmenn eru farnir að gera hvort tveggja. Allir hafa tæknina, sem setur á okkur ljósmyndara auknar kröfur til að vera enn betri og að skera okkur úr, jafnvel sérhæfa okkur. Flestir ljósmyndarar hafa tekið þessari áskorun fagnandi. Úr hefur orðið að við hér á Íslandi eigum frábært fagfólk sem ber að hampa. Ljósmyndasýning er ein leið til þess. Ljósmyndarafélag Íslands varð 95 ára nýlega og einn hluti af hátíðarhöldum af tilefninu er samnorræn ljósmyndasýning í Hörpu sem opnar föstudaginn 18. febrúar kl. 16.30. Sýningin samanstendur af verðlaunamyndum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningin mun standa til 3. mars og er öllum opin. Við sama tilefni verða veitt verðlaun fyrir íslensku myndirnar. Ljósmyndarar, ýmist íslenskir eða búsettir á Íslandi, sendu inn myndir í fjóra flokka og var frábær þátttaka. Ljósmyndarafélag Íslands fékk þrjá erlenda dómara sem lögðu mat á innsendar myndir. Stigahæsta mynd í hverjum flokki fær verðlaun. Fimm aðrar stigahæstu myndir óháð flokkum komust svo inn á sýninguna. Dómararnir þrír eru Tony Sweet frá Bandaríkjunum, Gabe McClintock frá Kanada og Line Loholt frá Noregi. Útkoman er frábær sýning sem er þverskurður af ljósmyndun á Íslandi síðustu misserin. Framtíðin er björt í ljósmyndun og mörg verkefni framundan fyrir okkur sem fagfólk. Til dæmis að auka samheldni í stéttinni og auðvelda nýliðun. Stórt og öflugt félag starfandi ljósmyndara sem vinnur vel með yfirvöldum og skólum tel ég vera lykilatriði í því. Höfundur er ljósmyndari og formaður Ljósmyndarafélags Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun