Fótbolti

Rashford þreyttur á stöðugum falsfréttum og svarar þeim á Twitter

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á góðri stundu.
Á góðri stundu. vísir/Getty

Marcus Rashford er orðinn þreyttur á stöðugum greinarskrifum blaðamanna um óeiningu innan leikmannahóps Manchester United.

Enski sóknarmaðurinn lét gamminn geisa á Twitter í gærkvöldi þegar hann svaraði þýskum blaðamanni að nafni Christian Falk fullum hálsi.

„Eru menn farnir að skálda svona hluti og setja fram þegar þeim dettur í hug? Endilega hættið að reyna að búa til einhverja sundrung í hópnum,“ segir Rashford.

Falk þessi, sem starfar fyrir þýska fjölmiðilinn BILD, fullyrti að Harry Maguire, Marcus Rashford og fleiri úr enska kjarna leikmannahóps Man Utd væru komnir með nóg af framgöngu Cristiano Ronaldo í búningsklefanum.

Hann svaraði Rashford um hæl og sakar hann um lygar.

Fjöldi frétta um alls konar ósætti innan leikmannahóps Man Utd hafa verið áberandi síðan Ralf Rangnick tók við stjórnartaumunum á Old Trafford en liðið hefur þó aðeins tapað einum leik af fjórtán síðan Rangnick tók við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×