Seinna um nóttina, um klukkan 2, barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Vesturbænum en ekkert meira stendur um atvikið í dagbók lögreglu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var einnig kölluð til fyrr um kvöldið þegar einstaklingur féll í jörðina í Mosfellsbæ og var talinn hafa rotast. Hann komst fljótt aftur til meðvitundar en var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.
Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Hlíðahverfi þar sem þrjár bifreiðar rákust saman. Engin slys urðu á fólki en bílarnir voru allir fjarlægðir af dráttarbifreið.
Í miðborginni stöðvaði lögregla ökumann ótryggðrar bifreiðar. Þegar rætt var við ökumann, sem var jafnframt eigandinn, vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Var hann þá handtekinn.