Bjóða börnum að gerast listamenn Elísabet Hanna skrifar 17. febrúar 2022 12:30 Börnin fá að skoða og skapa list. Getty/ PeopleImages Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin. Skemmtilegar smiðjur Um helgina fer fram smiðja þar sem verkin á sýningunni Sviðsett Augnablik eru skoðuð og svo munu börnin glæða svarthvítar ljósmyndir lit. Í mars verða einnig skemmtileg verkefni í tengslum við nýja sýningu þar sem að listaverkin veita innblástur og börnin fá tækifæri til þess að búa til sín eigin listaverk með pastellitum. View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Klúbburinn var stofnaður 2018 Upphaflega var klúbburinn stofnaður haustið 2018 með það markmið að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra utan skólatíma með opinni dagskrá. Krakkaklúbburinn vill veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. „Síðastliðin ár hefur aðsóknin verið virkilega góð og viðburðirnir einstaklega fjölbreyttir; galdrasýning, brúðuleikhús, vatnslitasmiðjur, textílsmiðjur, bókagerð, leirsmiðjur, grafíkverkstæði, ritlistarsmiðjur og teiknismiðjur“ segir Ragnheiður Vignisdóttir sem er verkefnastjóri viðburða og fræðslu. Dagskráin er gefin út hálft ár fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig með góðum fyrirvara og viðburðirnir eru oftast endurteknir tvisvar sinnum í sama mánuði. Mikið fjör í klúbbnum.Aðsend Tengja saman sýningar og dagskrá „Það er svo gaman að tengja viðburðina okkar alltaf við sýningarnar, þá vekjum við um leið áhuga á listaverkunum og til verður svo skemmtilegt samtal því að allir læra eitthvað nýtt og skapa sameiginlegar minningar þegar að safn er heimsótt.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Segir Ragnheiður sem vonar að Krakkaklúbburinn Krummi muni halda áfram starfsemi sinni um ókomna tíð. Hún vonar einnig að Listasafn Íslands verði vænlegur áfangastaður í hugum barna og fjölskyldna, „því að listasafnið og listaverkin eru okkar allra.“ Myndlist Krakkar Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Skemmtilegar smiðjur Um helgina fer fram smiðja þar sem verkin á sýningunni Sviðsett Augnablik eru skoðuð og svo munu börnin glæða svarthvítar ljósmyndir lit. Í mars verða einnig skemmtileg verkefni í tengslum við nýja sýningu þar sem að listaverkin veita innblástur og börnin fá tækifæri til þess að búa til sín eigin listaverk með pastellitum. View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Klúbburinn var stofnaður 2018 Upphaflega var klúbburinn stofnaður haustið 2018 með það markmið að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra utan skólatíma með opinni dagskrá. Krakkaklúbburinn vill veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. „Síðastliðin ár hefur aðsóknin verið virkilega góð og viðburðirnir einstaklega fjölbreyttir; galdrasýning, brúðuleikhús, vatnslitasmiðjur, textílsmiðjur, bókagerð, leirsmiðjur, grafíkverkstæði, ritlistarsmiðjur og teiknismiðjur“ segir Ragnheiður Vignisdóttir sem er verkefnastjóri viðburða og fræðslu. Dagskráin er gefin út hálft ár fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig með góðum fyrirvara og viðburðirnir eru oftast endurteknir tvisvar sinnum í sama mánuði. Mikið fjör í klúbbnum.Aðsend Tengja saman sýningar og dagskrá „Það er svo gaman að tengja viðburðina okkar alltaf við sýningarnar, þá vekjum við um leið áhuga á listaverkunum og til verður svo skemmtilegt samtal því að allir læra eitthvað nýtt og skapa sameiginlegar minningar þegar að safn er heimsótt.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Segir Ragnheiður sem vonar að Krakkaklúbburinn Krummi muni halda áfram starfsemi sinni um ókomna tíð. Hún vonar einnig að Listasafn Íslands verði vænlegur áfangastaður í hugum barna og fjölskyldna, „því að listasafnið og listaverkin eru okkar allra.“
Myndlist Krakkar Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31
Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01