Telur einkvæni vera óheilbrigt Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 17:01 Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon lýsti því yfir í hlaðvarpi í gær að honum þætti einkvæni jaðra við sjálfselsku og eignarhald. Getty/ Bruce Glikas Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. Sambandsráðgjafinn Dr. Laura Berman ræddi við Cannon í hlaðvarpinu The Language of Love. Í þættinum svaraði Cannon meðal annars þeirri spurningu hvort öll börnin hans átta hefðu verið plönuð, en hann á börnin með fimm konum. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ segir Cannon. Cannon var giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár. Þau eignuðust tvíburana Moroccan og Monroe árið 2011. Hann eignaðist svo Golden Sagon árið 2017 og Powerful Queen árið 2020 með fegurðardrottningunni Brittany Bell, en þau áttu í nokkurra ára slitróttu ástarsambandi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Fimm börn undir tveggja ára Mánuði eftir fæðingu Powerful Queen bárust þær fregnir að Cannon ætti von á öðru barni eða réttara sagt þremur börnum. Hann eignaðist tvíburana Zion Mixolydian og Zillion Heir með plötusnúðnum Abby De La Rosa þann 14. júní á síðasta ári. Aðeins níu dögum síðar eignaðist hann soninn Zen með fegurðardrottningunni Alyssu Scott, en hann var fljótt greindur með heilaæxli og lést hann í desember sama ár. Sjá einnig: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Aðeins mánuði eftir andlát Zen tilkynnti Cannon að hann ætti von á áttunda barninu með fyrirsætunni Bre Tiesi. Það mun þá vera hans fimmta barn á tæplega tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Stundar ekki óvarið kynlíf með hvaða konu sem er vegna sýklafóbíu „Mér finnst allar konur sem ég hef eignast barn með vera frábærar mæður og ég hef alveg hugsað: Vá hvað hún verður góð móðir, hún þráir að eignast börn. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hana í móðurhlutverkinu. Að því leyti voru börnin plönuð,“ segir Cannon. Hann segist alls ekki stunda óvarið kynlíf með hvaða konu sem er þar sem hann sé með sýklafóbíu á háu stigi. Þrátt fyrir að hafa verið giftur söngkonunni Mariuh Carey virðist Cannon ekki hafa mikið álit á hjónabandi, með hjónabandi séu tveir aðilar að lýsa því yfir að þeir séu ekki einhleypir. „Tvær manneskjur ákveða bara að þær meti samband sitt svo mikils að þær vilji ekki leyfa öðrum að vera hluti af því sambandi og þeirri orku sem þær eiga sín á milli. Mér finnst einkvæni ekki vera heilbrigt. Mér finnst það jaðra við sjálfselsku og eignarhald.“ Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Sambandsráðgjafinn Dr. Laura Berman ræddi við Cannon í hlaðvarpinu The Language of Love. Í þættinum svaraði Cannon meðal annars þeirri spurningu hvort öll börnin hans átta hefðu verið plönuð, en hann á börnin með fimm konum. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ segir Cannon. Cannon var giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár. Þau eignuðust tvíburana Moroccan og Monroe árið 2011. Hann eignaðist svo Golden Sagon árið 2017 og Powerful Queen árið 2020 með fegurðardrottningunni Brittany Bell, en þau áttu í nokkurra ára slitróttu ástarsambandi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Fimm börn undir tveggja ára Mánuði eftir fæðingu Powerful Queen bárust þær fregnir að Cannon ætti von á öðru barni eða réttara sagt þremur börnum. Hann eignaðist tvíburana Zion Mixolydian og Zillion Heir með plötusnúðnum Abby De La Rosa þann 14. júní á síðasta ári. Aðeins níu dögum síðar eignaðist hann soninn Zen með fegurðardrottningunni Alyssu Scott, en hann var fljótt greindur með heilaæxli og lést hann í desember sama ár. Sjá einnig: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Aðeins mánuði eftir andlát Zen tilkynnti Cannon að hann ætti von á áttunda barninu með fyrirsætunni Bre Tiesi. Það mun þá vera hans fimmta barn á tæplega tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Stundar ekki óvarið kynlíf með hvaða konu sem er vegna sýklafóbíu „Mér finnst allar konur sem ég hef eignast barn með vera frábærar mæður og ég hef alveg hugsað: Vá hvað hún verður góð móðir, hún þráir að eignast börn. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hana í móðurhlutverkinu. Að því leyti voru börnin plönuð,“ segir Cannon. Hann segist alls ekki stunda óvarið kynlíf með hvaða konu sem er þar sem hann sé með sýklafóbíu á háu stigi. Þrátt fyrir að hafa verið giftur söngkonunni Mariuh Carey virðist Cannon ekki hafa mikið álit á hjónabandi, með hjónabandi séu tveir aðilar að lýsa því yfir að þeir séu ekki einhleypir. „Tvær manneskjur ákveða bara að þær meti samband sitt svo mikils að þær vilji ekki leyfa öðrum að vera hluti af því sambandi og þeirri orku sem þær eiga sín á milli. Mér finnst einkvæni ekki vera heilbrigt. Mér finnst það jaðra við sjálfselsku og eignarhald.“
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina. 8. desember 2021 11:15