Þriggja mánaða fangelsi eftir tálbeituaðgerð: Taldi sig hafa verið að tala við fjórtán ára stúlku Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 20:44 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm sinn í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa verið í samskiptum við einstakling á vefsíðunni Einkamál, sem hann hélt að væri fjórtán ára stúlka. Maðurinn sendi meðal annars mynd af getnaðarlim sínum og fór á fund einstaklingsins, sem hann hélt að væri unga stúlkan. Málið má rekja til ábendingar sem lögreglan fékk um myndband sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum í lok ágústmánaðar árið 2018. Í upphafi myndbandsins mátti sjá samskipti tveggja aðila á vefsíðunni Einkamál þar sem ákærði taldi sig hafa verið að tala við fjórtán ára stúlku. Síðar í myndbandinu var upptaka af því þegar karlmaðurinn hugðist hitta stúlkuna, en þar beið hans karlmaður á þrítugsaldri sem tók samskiptin upp á myndband. Um var að ræða tálbeitu óbreytts borgara. Héraðsdómur Suðurlands felldi dóm í málinu í gær. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en Jóhannes Gísli Eggertsson er maðurinn sem stóð á bak við tálbeituna. Hann taldi opinberar myndbirtingar af meintum afbrotamönnum réttlætanlegar: „Maður veit ekki hversu mörg börn menn gætu sært og hversu mörg börn myndu jafnvel fyrirfara sér út af einum manni,“ sagði hann í Íslandi í dag í september árið 2018. Í samskiptunum sem fram fóru á vefsíðu Einkamáls hugðist ákærði bjóða stúlkunni í ísbíltúr. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekki vita hvað hún væri gömul, og sagðist ekki hafa haft annan ásetning en að bjóða henni upp á ís. Samskipti þeirra hafi ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Hafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku Við síðari skýrslutöku af ákærða hélt hann því fram að hann hefði talið að stúlkan væri að minnsta kosti átján ára gömul. Það væri enda aldurstakmarkið á stefnumótasíðunni og hann ætti að geta treyst því að fólk færi eftir skilmálum. Hann réði ekki „fantasíum annarra“ eða hvað þeir vildu segjast vera. Borgarinn sem stóð fyrir tálbeitunni kvaðst hafa stofnað reikning á vefsíðunni og strax í upphafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku. Hann hélt því meðal annars fram að ákærði hafi viðhaft kynferðislega orðræðu og sent mynd af getnaðarlim sínum. Fyrir dómi voru lögð fram gögn af samskiptum mannanna tveggja af vefsvæði Einkamáls en þar kemur fram að karlmaðurinn, sem stóð fyrir tálbeituaðgerðinni, hafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku. „Ehmm…. Ég verð að byrja á því að segja þér að ég er 14 ára :P haha truflar það þig nokkuð?“ Ákærði svaraði í kjölfarið: „Nei það gerir það ekki ertu með email sem eg m afa til að tina þer ekki þegar em kemst að þvi hvað þu ert gömul?“ Vildi bjóða henni upp á ís Síðar hafi ákærði viljað spjalla meira og hafi í kjölfarið spurt út í kynlíf. Hvort „stúlkan“ hafi séð getnaðarlim og sendi í kjölfarið mynd af getnaðarlim sínum. Síðar hafi hann stungið upp á því að þau hittist frekar; hann gæti boðið henni upp á ís. Þau mæltu sér mót í kjölfarið en „stúlkan“ svaraði: „samt pabbahelgi núna þannig að ég fer í […] í kvöld.. en pabbi vinnu alltaf frá 6 á kvöldin til 8 á morgnana þannig að ég er ein heima í kvöld :D“ Ákærði kvaðst fyrir dómi hafa haldið að viðmælandinn hafi verið að atast í sér með ummælunum. Fundur þeirra fer fram í kjölfarið á ónefndum stað þar sem umrædd myndbandsupptaka, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, var tekin upp. Ákærði hefur ávallt neitað sök í málinu og bar því við að hann hugðist hitta viðmælandann til að staðreyna aldur. Hann hefði ekki áhuga á því að hitta einstakling undir lögaldri. Sekur um tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum Í dómi héraðsdóms segir að þrátt fyrir að átján ára aldurstakmark sé inn á stefnumótasíðuna hafi öll samskipti borið með sér að ákærði hafi talið sig vera fjórtán ára stúlku. Það hafi átt stoð í framburði ákærða, enda hafi hann viljað staðreyna aldur viðmælandans. Því taldi dómari að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Þá breytti engu hvort blygðunarsemi raunverulegs móttakanda skilaboðanna, mannsins á þrítugsaldri, hafi verið særð enda ákærði látið sér í léttu rúmi liggja hvort um væri að ræða fjórtán ára stúlku. Við ákvörðun refsingar þótti því rétt að líta til þess að dráttur hafi verið á rannsókn málsins og ákærða ekki um það kennt. Þá hafi hann ekki hlotið refsingu áður og var refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, en ákærði þarf ekki að sitja inni haldi hann almennt skilorð. Honum ber enn fremur að greiða rúma 1,2 milljón í sakarkostnað auk annars eins í lögmannskostnað. Reykjavík Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Tálbeituaðgerð óbreytts borgara á borði lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna daga. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 6. september 2018 13:30 Verkefnið ekki bara samfélagslegt heldur persónulegt: „Nokkrum árum seinna kærði ég“ Jóhannes Gísli Eggertsson er 24 ára gamall. Hann kallar sig „Jóa lífið“ á Facebook og Snapchat, en heitir ýmsum nöfnum á einkamál.is og Skype, þar sem hann leiðir menn með annarlegar hvatir í gildru – undir því yfirskini að hann sé stúlka fædd árið 2004. 7. september 2018 10:30 Skrautlegur ferill umdeildrar tálbeitu Jóhannes Gísli hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna umdeildra tælingaraðferða sinna á samfélagsmiðlum. 7. september 2018 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Málið má rekja til ábendingar sem lögreglan fékk um myndband sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum í lok ágústmánaðar árið 2018. Í upphafi myndbandsins mátti sjá samskipti tveggja aðila á vefsíðunni Einkamál þar sem ákærði taldi sig hafa verið að tala við fjórtán ára stúlku. Síðar í myndbandinu var upptaka af því þegar karlmaðurinn hugðist hitta stúlkuna, en þar beið hans karlmaður á þrítugsaldri sem tók samskiptin upp á myndband. Um var að ræða tálbeitu óbreytts borgara. Héraðsdómur Suðurlands felldi dóm í málinu í gær. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en Jóhannes Gísli Eggertsson er maðurinn sem stóð á bak við tálbeituna. Hann taldi opinberar myndbirtingar af meintum afbrotamönnum réttlætanlegar: „Maður veit ekki hversu mörg börn menn gætu sært og hversu mörg börn myndu jafnvel fyrirfara sér út af einum manni,“ sagði hann í Íslandi í dag í september árið 2018. Í samskiptunum sem fram fóru á vefsíðu Einkamáls hugðist ákærði bjóða stúlkunni í ísbíltúr. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekki vita hvað hún væri gömul, og sagðist ekki hafa haft annan ásetning en að bjóða henni upp á ís. Samskipti þeirra hafi ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Hafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku Við síðari skýrslutöku af ákærða hélt hann því fram að hann hefði talið að stúlkan væri að minnsta kosti átján ára gömul. Það væri enda aldurstakmarkið á stefnumótasíðunni og hann ætti að geta treyst því að fólk færi eftir skilmálum. Hann réði ekki „fantasíum annarra“ eða hvað þeir vildu segjast vera. Borgarinn sem stóð fyrir tálbeitunni kvaðst hafa stofnað reikning á vefsíðunni og strax í upphafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku. Hann hélt því meðal annars fram að ákærði hafi viðhaft kynferðislega orðræðu og sent mynd af getnaðarlim sínum. Fyrir dómi voru lögð fram gögn af samskiptum mannanna tveggja af vefsvæði Einkamáls en þar kemur fram að karlmaðurinn, sem stóð fyrir tálbeituaðgerðinni, hafi kynnt sig sem fjórtán ára stúlku. „Ehmm…. Ég verð að byrja á því að segja þér að ég er 14 ára :P haha truflar það þig nokkuð?“ Ákærði svaraði í kjölfarið: „Nei það gerir það ekki ertu með email sem eg m afa til að tina þer ekki þegar em kemst að þvi hvað þu ert gömul?“ Vildi bjóða henni upp á ís Síðar hafi ákærði viljað spjalla meira og hafi í kjölfarið spurt út í kynlíf. Hvort „stúlkan“ hafi séð getnaðarlim og sendi í kjölfarið mynd af getnaðarlim sínum. Síðar hafi hann stungið upp á því að þau hittist frekar; hann gæti boðið henni upp á ís. Þau mæltu sér mót í kjölfarið en „stúlkan“ svaraði: „samt pabbahelgi núna þannig að ég fer í […] í kvöld.. en pabbi vinnu alltaf frá 6 á kvöldin til 8 á morgnana þannig að ég er ein heima í kvöld :D“ Ákærði kvaðst fyrir dómi hafa haldið að viðmælandinn hafi verið að atast í sér með ummælunum. Fundur þeirra fer fram í kjölfarið á ónefndum stað þar sem umrædd myndbandsupptaka, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, var tekin upp. Ákærði hefur ávallt neitað sök í málinu og bar því við að hann hugðist hitta viðmælandann til að staðreyna aldur. Hann hefði ekki áhuga á því að hitta einstakling undir lögaldri. Sekur um tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum Í dómi héraðsdóms segir að þrátt fyrir að átján ára aldurstakmark sé inn á stefnumótasíðuna hafi öll samskipti borið með sér að ákærði hafi talið sig vera fjórtán ára stúlku. Það hafi átt stoð í framburði ákærða, enda hafi hann viljað staðreyna aldur viðmælandans. Því taldi dómari að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um tilraun til brots gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Þá breytti engu hvort blygðunarsemi raunverulegs móttakanda skilaboðanna, mannsins á þrítugsaldri, hafi verið særð enda ákærði látið sér í léttu rúmi liggja hvort um væri að ræða fjórtán ára stúlku. Við ákvörðun refsingar þótti því rétt að líta til þess að dráttur hafi verið á rannsókn málsins og ákærða ekki um það kennt. Þá hafi hann ekki hlotið refsingu áður og var refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, en ákærði þarf ekki að sitja inni haldi hann almennt skilorð. Honum ber enn fremur að greiða rúma 1,2 milljón í sakarkostnað auk annars eins í lögmannskostnað.
Reykjavík Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Tálbeituaðgerð óbreytts borgara á borði lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna daga. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 6. september 2018 13:30 Verkefnið ekki bara samfélagslegt heldur persónulegt: „Nokkrum árum seinna kærði ég“ Jóhannes Gísli Eggertsson er 24 ára gamall. Hann kallar sig „Jóa lífið“ á Facebook og Snapchat, en heitir ýmsum nöfnum á einkamál.is og Skype, þar sem hann leiðir menn með annarlegar hvatir í gildru – undir því yfirskini að hann sé stúlka fædd árið 2004. 7. september 2018 10:30 Skrautlegur ferill umdeildrar tálbeitu Jóhannes Gísli hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna umdeildra tælingaraðferða sinna á samfélagsmiðlum. 7. september 2018 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Tálbeituaðgerð óbreytts borgara á borði lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna daga. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 6. september 2018 13:30
Verkefnið ekki bara samfélagslegt heldur persónulegt: „Nokkrum árum seinna kærði ég“ Jóhannes Gísli Eggertsson er 24 ára gamall. Hann kallar sig „Jóa lífið“ á Facebook og Snapchat, en heitir ýmsum nöfnum á einkamál.is og Skype, þar sem hann leiðir menn með annarlegar hvatir í gildru – undir því yfirskini að hann sé stúlka fædd árið 2004. 7. september 2018 10:30
Skrautlegur ferill umdeildrar tálbeitu Jóhannes Gísli hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna umdeildra tælingaraðferða sinna á samfélagsmiðlum. 7. september 2018 11:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent