Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Nauðgaði barn­ungri náfrænku sinni marg­í­trekað

25 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa á árunum 2014 til 2017 beitt náfrænku sína margvíslegu og grófu kynferðisofbeldi. Hann meðal annars nauðgaði stúlkunni ítrekað og lét hana hafa þvaglát upp í hann. Aldur stúlkunnar er ekki gefinn upp en fyrir liggur hún er enn ekki orðin átján ára.

Innlent
Fréttamynd

Dómur stera­bolta mildaður veru­lega vegna tölvubréfs dómara

Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti á­standinu á Ingebrigtsen-heimilinu

Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman.

Sport
Fréttamynd

Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð for­vörn

Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu.

Innlent
Fréttamynd

Viður­kenndi brot gegn barn­ungri systur en sýknaður

Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn yngri systur sinni á árunum 2003 til 2007. Hann gekkst við því að hafa brotið gegn systur sinni en ekki eftir að hann varð fimmtán ára og þar með sakhæfur. Dómurinn taldi ekki sannað að hann hefði brotið gegn systurinni á þeim árum sem ákært var fyrir og sýknaði hann af þeim sökum.

Innlent
Fréttamynd

Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvenna­at­hvarfið

Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði.  

Innlent
Fréttamynd

Hverju lofar þú?

Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa.

Skoðun
Fréttamynd

Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það

Landsréttur hefur staðfest sýknu manns sem ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta.

Innlent
Fréttamynd

Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og á­reita börn

Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi.

Innlent
Fréttamynd

Þyngdu refsingu karl­manns fyrir vændiskaup af barni

Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári.

Innlent
Fréttamynd

Býst við kol­svartri skýrslu

Formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratugnum segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við beiðni um að fólk lýsi reynslu sinni af starfsemi stofnunarinnar. Talsmaður fólks á Vöggustofum býst við jafn kolsvartri skýrslu um þetta tímabil og önnur sem hafa þegar verið rannsökuð.

Innlent
Fréttamynd

Hinir hand­teknu al­veg ó­tengdir

Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Börn í skjóli Kvenna­at­hvarfsins

Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hand­tökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður

Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Síður með of­beldi barna spretti upp eins og gor­kúlur

Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir.

Innlent
Fréttamynd

Efling ungmennastarfs í Breið­holti meðal að­gerða

Fyrstu stöðuskýrslu frá aðgerðahóp vegna ofbeldis meðal barna hefur verið skilað. 25 aðgerðir hafa verið samþykktar til að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Aðgerðahópurinn var stofnaður í júní 2024 með það að markmiði að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Þegar barn óttast önnur börn

Nýlega varð barn fyrir árás frá öðrum börnum utan skólatíma. Málið er grafalvarlegt og líklegt að barnið sem fyrir árásinni varð hafi hlotið skaða af jafnvel til lengri tíma. Árásir utan skólatíma eru sérlega erfiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Færni til fram­tíðar

Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér.

Skoðun