Mótmælum ofsóknum á fjölmiðlafólki Ragna Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2022 10:01 Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Aðförin felst í því að fjórir blaðamenn hafa verið kallaðir til yfirheyslu lögreglu og hafa nú réttarstöðu sakborninga fyrir, að því er virðist, það eitt að hafa skrifað fréttir eiga sem erindi við almenning. Þær fréttir fjalla um skæruliðadeild Samherja og fyrirætlanir hennar meðal annars um að hafa áhrif á kosningar innan stjórnmálaflokka og áætlanir um að ná sér niður á uppljóstrara - uppljóstrara sem ekki hlýddi. Óháð því hvernig þessi gögn voru fengin þá eiga fréttirnar sem upp úr þeim voru skrifaðar erindi við almenning. Og það er alveg ljóst í hegningarlögum að refsing vegna brots á friðhelgi einkalífs á ekki við ef háttsemin sem um ræðir er réttlætanleg með vísan til almannahagsmuna. Lögreglurannsókn hefur hins vegar fælingarmátt gagnvart frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku. Er þetta það frelsi sem sumum stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um? Frelsi til að níðast á þeim sem segja sannleikann? Frelsi til að fæla þau frá sem vilja segja sannleikann? Við á Íslandi búum við einsleitt fjölmiðlaumhverfi, þar sem rannsóknarblaðamennska þrífst illa og hagsmunaöfl eiga fjölmiðla. Nú hriktir í stoðum þess frjálsa samfélags sem við viljum búa í - og því mótmælum við. Við mótmælum til að standa vörð um frelsið, lýðræðið og sannleikann - sem sumir virðast ekki vilja að við vitum. Ég hvet öll sem vilja standa vörð um frjálst samfélag til að mæta í dag kl. 14. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Fjölmiðlar Lögreglumál Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Aðförin felst í því að fjórir blaðamenn hafa verið kallaðir til yfirheyslu lögreglu og hafa nú réttarstöðu sakborninga fyrir, að því er virðist, það eitt að hafa skrifað fréttir eiga sem erindi við almenning. Þær fréttir fjalla um skæruliðadeild Samherja og fyrirætlanir hennar meðal annars um að hafa áhrif á kosningar innan stjórnmálaflokka og áætlanir um að ná sér niður á uppljóstrara - uppljóstrara sem ekki hlýddi. Óháð því hvernig þessi gögn voru fengin þá eiga fréttirnar sem upp úr þeim voru skrifaðar erindi við almenning. Og það er alveg ljóst í hegningarlögum að refsing vegna brots á friðhelgi einkalífs á ekki við ef háttsemin sem um ræðir er réttlætanleg með vísan til almannahagsmuna. Lögreglurannsókn hefur hins vegar fælingarmátt gagnvart frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku. Er þetta það frelsi sem sumum stjórnmálamönnum er svo tíðrætt um? Frelsi til að níðast á þeim sem segja sannleikann? Frelsi til að fæla þau frá sem vilja segja sannleikann? Við á Íslandi búum við einsleitt fjölmiðlaumhverfi, þar sem rannsóknarblaðamennska þrífst illa og hagsmunaöfl eiga fjölmiðla. Nú hriktir í stoðum þess frjálsa samfélags sem við viljum búa í - og því mótmælum við. Við mótmælum til að standa vörð um frelsið, lýðræðið og sannleikann - sem sumir virðast ekki vilja að við vitum. Ég hvet öll sem vilja standa vörð um frjálst samfélag til að mæta í dag kl. 14. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar