Starfsfólki í einangrun fjölgar sífellt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 12:48 Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. vísir/egill Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun. Stjórnendur spítalans funda um stöðuna á eftir og segjast munu gera allt til að koma í veg fyrir að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun í vinnu. Síðustu daga hefur starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgað ansi ört. Þeir eru nú 432 sem komast ekki í vinnu vegna þess að þeir eru smitaðir af Covid. Á spítalanum starfa um 6.700 manns og því eru um sex til sjö prósent allra starfsmanna í einangrun. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir ekki útilokað að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun til vinnu bráðlega. „Það er náttúrulega allt rætt en eins og við höfum sagt þá erum við náttúrulega bæði að reyna að forðast það út frá hagsmunum okkar sjúklinga, að við erum að verja þá. Það er náttúrulega viðkvæmur hópur og við erum að verja þá fyrir smiti. Svo er þetta út frá bara starfsmannaverndarsjónarmiðum líka,“ segir Sigríður. Ekki hafi þurft að grípa til þess úrræðis enn sem komið er. „Við höfum ekki gert það nei og erum að vona að til þess komi ekki en við verðum bara að sjá hverju fram vindur í þessu,“ segir Sigríður. Ekki hægt að taka endalausar aukavaktir Vandinn hefur hingað til verið leystur með aukavöktum starfsfólks. „Það er í raun og veru okkar helsta leið að fara bara fram á viðbótarvinnuframlag frá okkar fólki, sem er að taka aukavaktir,“ segir Sigríður. Það fyrirkomulag gangi þó ekki endalaust. „Fólk er orðið býsna þreytt og gerir þetta nú bara svona af sinni faglegu skyldurækni. En það er vissulega mikið álag á fólki og það orðið langþreytt þannig það er ekkert eftirsóknarvert hjá fólki að bæta við sig vinnu,“ segir Sigríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var farið rangt með tölfræði og hlutfall þeirra starfsmanna sem eru í einangrun. Hið rétta er sem segir hér að ofan að það eru tæplega sjö prósent starfsmanna spítalans sem eru frá vinnu og í einangrun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Síðustu daga hefur starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgað ansi ört. Þeir eru nú 432 sem komast ekki í vinnu vegna þess að þeir eru smitaðir af Covid. Á spítalanum starfa um 6.700 manns og því eru um sex til sjö prósent allra starfsmanna í einangrun. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir ekki útilokað að kalla þurfi einkennalaust starfsfólk úr einangrun til vinnu bráðlega. „Það er náttúrulega allt rætt en eins og við höfum sagt þá erum við náttúrulega bæði að reyna að forðast það út frá hagsmunum okkar sjúklinga, að við erum að verja þá. Það er náttúrulega viðkvæmur hópur og við erum að verja þá fyrir smiti. Svo er þetta út frá bara starfsmannaverndarsjónarmiðum líka,“ segir Sigríður. Ekki hafi þurft að grípa til þess úrræðis enn sem komið er. „Við höfum ekki gert það nei og erum að vona að til þess komi ekki en við verðum bara að sjá hverju fram vindur í þessu,“ segir Sigríður. Ekki hægt að taka endalausar aukavaktir Vandinn hefur hingað til verið leystur með aukavöktum starfsfólks. „Það er í raun og veru okkar helsta leið að fara bara fram á viðbótarvinnuframlag frá okkar fólki, sem er að taka aukavaktir,“ segir Sigríður. Það fyrirkomulag gangi þó ekki endalaust. „Fólk er orðið býsna þreytt og gerir þetta nú bara svona af sinni faglegu skyldurækni. En það er vissulega mikið álag á fólki og það orðið langþreytt þannig það er ekkert eftirsóknarvert hjá fólki að bæta við sig vinnu,“ segir Sigríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var farið rangt með tölfræði og hlutfall þeirra starfsmanna sem eru í einangrun. Hið rétta er sem segir hér að ofan að það eru tæplega sjö prósent starfsmanna spítalans sem eru frá vinnu og í einangrun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira