Í pallborðsumræðunni verður lögð áhersla á málefni ungs fólks og stendur meðal annars til að ræða leigumarkaðinn og fyrstu íbúðarkaup varðandi ungt fólk og hver ábyrgð borgarinnar sér þar.
Þá ber einn umræðuliður titilinn „Valfrelsi og samgöngur í grænni borg“ og annar „Háskólaborgin Reykjavík“.
Umræðan hefst klukkan fimm í dag.
Samkvæmt tilkynningu er öllum frjálst að mæta en einnig verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni í spilaranum hér að neðan.