Bontemps, sem er einn af helstu NBA sérfræðingum ESPN, gerði könnunina nú í febrúar. Könnunin fer þannig fram að þeim sem hafa atkvæði í MVP kosningunni er sendur spurningalisti.
Í fyrri könnuninni sem var gerð í desember þá var það Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, sem var líklegastur. Síðan þá hefur ýmislegt gerst, Phoenix Suns hafa stungið af í efsta sæti deildarinnar, Curry þurfti að glíma við meiðsli og Joel Embiid verið frábær eins og reyndar fleiri leikmenn.
Samkvæmt könnuninni eru það helst þrír leikmenn sem eiga möguleika á að vinna styttuna sem er kennd við Maurice Podoloff, fyrsta yfirmann NBA deildarinnar. Það eru Embiid, Nikola Jokic, miðherji Denver Nuggets og Giannis Antetokounmpo, framherji Milwaukee Bucks. Bæði Jokic og Antetokounmpo hafa unnið MVP verðlaunin áður.
Efstu fimm sætin samkvæmt könnuninni:
1. Joel Embiid
2. Nikola Jokic
3. Giannis Antetokounmpo
4. Stephen Curry
5. Chris Paul