Daniel Fredrik Granli kom gestunum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Kasper Hogh tryggði 0-2 sigur snemma í síðari hálfleik.
Elíar Rafn stóð vaktina í marki Midtjylland, en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum og gert eitt jafntefli.
Þrátt fyrir slæmt gengi undanfarið trónir Midtjylland enn á toppi dösnku deildarinnar. Liðið er með 35 stig eftir 18 leiki, fjórum stigum meira en Álaborg sem situr í þriðja sæti. Forskot Midtjylland á toppnum er komið niður í tvö stig, en Íslendingaliðið FCK á leik til góða og getur hrifsað toppsætið til sín með sigri gegn Odense síðar í dag.