Níu mörk Bjarka dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2022 16:39 Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins í tapi Lemgo gegn Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer í dag. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo heimsóttu Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer í þýska handboltanum í dag þar sem heimamenn í Bergischer höfðu betur 32-27. Arnór og félagar tóku forystuna snemma leiks og náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Þeir héldu því forskoti fram að hléi, en staðan var 15-9 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Lemgo höfðu því verk að vinna í síðari hálfleik og liðið saxaði hægt og bítandi á forkot heimamanna. Þeir náðu að minnka muninn niður í tvö mörk í tvígang, en nær komust þeir þó ekki. Heimamenn skoruðu svo seinustu þrjú mörk leiksins og unnu að lokum góðan fimm marka sigur, 32-27. Arnór Þór átti fínan leik fyrir Bergischer og skoraði fimm mörk. Liðið situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 17 stig eftir 21 leik. Bjarki Már var markahæsti maður vallarins með níu mörk fyrir Lemgo, en liðið situr sæti fyrir ofan Bergischer með 20 stig. LöwenLive - #bergischerhc vs @tbvlemgolippe @liquimoly_hbl Endstand 32:27 #diekraftinuns #dasloewenrudel #hartwieeisen— BergischerHC (@BHC06) February 20, 2022 Þá þurfti Íslendingalið Stuttgart að sætta sig við sjö marka tap gegn Füchse Berlin, 29-22. Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað í liði Stuttgart og Viggó Kristjánsson var ekki í leikmannahóp liðsins. Að lokum vann Gummersbach góðan þriggja marka sigur gegn Eisenach, 28-25, í þýsku B-deildinni. Hákon Daði Heimisson og Elliði Snær Viðarsson leika með liðinu og undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar trónir liðið á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot og stefnir hraðbyri upp í úrvalsdeildina. Þýski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Arnór og félagar tóku forystuna snemma leiks og náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Þeir héldu því forskoti fram að hléi, en staðan var 15-9 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Lemgo höfðu því verk að vinna í síðari hálfleik og liðið saxaði hægt og bítandi á forkot heimamanna. Þeir náðu að minnka muninn niður í tvö mörk í tvígang, en nær komust þeir þó ekki. Heimamenn skoruðu svo seinustu þrjú mörk leiksins og unnu að lokum góðan fimm marka sigur, 32-27. Arnór Þór átti fínan leik fyrir Bergischer og skoraði fimm mörk. Liðið situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 17 stig eftir 21 leik. Bjarki Már var markahæsti maður vallarins með níu mörk fyrir Lemgo, en liðið situr sæti fyrir ofan Bergischer með 20 stig. LöwenLive - #bergischerhc vs @tbvlemgolippe @liquimoly_hbl Endstand 32:27 #diekraftinuns #dasloewenrudel #hartwieeisen— BergischerHC (@BHC06) February 20, 2022 Þá þurfti Íslendingalið Stuttgart að sætta sig við sjö marka tap gegn Füchse Berlin, 29-22. Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað í liði Stuttgart og Viggó Kristjánsson var ekki í leikmannahóp liðsins. Að lokum vann Gummersbach góðan þriggja marka sigur gegn Eisenach, 28-25, í þýsku B-deildinni. Hákon Daði Heimisson og Elliði Snær Viðarsson leika með liðinu og undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar trónir liðið á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot og stefnir hraðbyri upp í úrvalsdeildina.
Þýski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira