Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 22:55 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Bjarni Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02
„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36