Dustin Johnson og Bryson DeChambeau ætla ekki í peningana í Sádí Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 14:01 Bryson DeChambeau og Dustin Johnson hafa nú báðir stigið fram og komið sinni framtíð á hreint. Getty/Stan Badz Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau ætla ekki að fórna PGA-mótaröðinni og Ryderbikarnum fyrir peningana í nýju mótaröðinni í Sádí Arabíu. Þeir Johnson og DeChambeau hafa verið tvö stærstu nöfnin sem hafa verið orðuð við þessa nýju Ofurdeild en viðbrögð við henni hafa verið mjög hörð hjá PGA. Bryson DeChambeau joins Dustin Johnson in shutting down SGL speculation. "I want to make it very clear that as long as the best players in the world are playing the PGA Tour, so will I. https://t.co/jXV0ghOBY5 pic.twitter.com/THBof8CFbf— Golf Central (@GolfCentral) February 20, 2022 Þátttaka á mótaröðinni í Sádí Arabíu hefði þýtt það að kylfingarnir hefðu fyrirgert keppnisrétti sínum á bandarísku mótaröðinni, heimsbikarnum sem og í Ryderbikarnum. Það að þeir tveir ætli ekki að vera með er áfall fyrir Ofurdeildarverkefni Sádanna þar sem goðsögnin Greg Norman er í fararbroddi. „Ég er fullkomlega skuldbundinn því að taka þátt í PGA-mótaröðinni,“ skrifaði Dustin Johnson í yfirlýsingu. Hinn 37 ára gamli Johnson hefur tvisvar unnið mótið í Sádí Arabíu og var kannski þess vegna sterklega orðaður við nýju mótaröðina. Dustin Johnson put to rest any speculation about joining the rumored Saudi Golf League."I remain fully committed to the PGA Tour."Read more: https://t.co/tw1RsKmrpv pic.twitter.com/JAJZvVyZ2L— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 „Síðustu mánuði hafa verið miklar vangaveltur um nýja mótaröð og flestar þeirra hafa innihaldið mig og framtíð mína í atvinnumannagolfi. Mér fannst kominn tími á það að eyða þessum orðrómi. Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að spila á bestu mótaröð í heimi og allt það sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni,“ skrifaði Dustin. Hinn 28 ára gamli DeChambeau átti síðan að hafa fengið hundrað milljóna dollara tilboð um að vera andlit nýju mótaraðarinnar í Sádí Arabíu. Eftir að Dustin sendi frá sér yfirlýsingu sína þá steig hann líka fram og sagðist ekki vera á leiðinni út úr bandarísku mótaröðinni. Rory McIlroy labels Saudi breakaway circuit as 'dead in the water' as Bryson Dechambeau and Dustin Johnson stick with PGA Tour. @jcorrigangolf reports.https://t.co/sH8KKj1zxU— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 21, 2022 „Það hafa verið miklar vangaveltur um stuðning minn við aðra mótaröð. Ég vil að það sé alveg á hreinu að á meðan bestu kylfingar heims eru að spila á PGA-mótaröðinni þá mun ég gera það líka,“ sagði DeChambeau á Twitter. Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Þeir Johnson og DeChambeau hafa verið tvö stærstu nöfnin sem hafa verið orðuð við þessa nýju Ofurdeild en viðbrögð við henni hafa verið mjög hörð hjá PGA. Bryson DeChambeau joins Dustin Johnson in shutting down SGL speculation. "I want to make it very clear that as long as the best players in the world are playing the PGA Tour, so will I. https://t.co/jXV0ghOBY5 pic.twitter.com/THBof8CFbf— Golf Central (@GolfCentral) February 20, 2022 Þátttaka á mótaröðinni í Sádí Arabíu hefði þýtt það að kylfingarnir hefðu fyrirgert keppnisrétti sínum á bandarísku mótaröðinni, heimsbikarnum sem og í Ryderbikarnum. Það að þeir tveir ætli ekki að vera með er áfall fyrir Ofurdeildarverkefni Sádanna þar sem goðsögnin Greg Norman er í fararbroddi. „Ég er fullkomlega skuldbundinn því að taka þátt í PGA-mótaröðinni,“ skrifaði Dustin Johnson í yfirlýsingu. Hinn 37 ára gamli Johnson hefur tvisvar unnið mótið í Sádí Arabíu og var kannski þess vegna sterklega orðaður við nýju mótaröðina. Dustin Johnson put to rest any speculation about joining the rumored Saudi Golf League."I remain fully committed to the PGA Tour."Read more: https://t.co/tw1RsKmrpv pic.twitter.com/JAJZvVyZ2L— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 „Síðustu mánuði hafa verið miklar vangaveltur um nýja mótaröð og flestar þeirra hafa innihaldið mig og framtíð mína í atvinnumannagolfi. Mér fannst kominn tími á það að eyða þessum orðrómi. Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að spila á bestu mótaröð í heimi og allt það sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni,“ skrifaði Dustin. Hinn 28 ára gamli DeChambeau átti síðan að hafa fengið hundrað milljóna dollara tilboð um að vera andlit nýju mótaraðarinnar í Sádí Arabíu. Eftir að Dustin sendi frá sér yfirlýsingu sína þá steig hann líka fram og sagðist ekki vera á leiðinni út úr bandarísku mótaröðinni. Rory McIlroy labels Saudi breakaway circuit as 'dead in the water' as Bryson Dechambeau and Dustin Johnson stick with PGA Tour. @jcorrigangolf reports.https://t.co/sH8KKj1zxU— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 21, 2022 „Það hafa verið miklar vangaveltur um stuðning minn við aðra mótaröð. Ég vil að það sé alveg á hreinu að á meðan bestu kylfingar heims eru að spila á PGA-mótaröðinni þá mun ég gera það líka,“ sagði DeChambeau á Twitter.
Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti