Wilshere ekki launahæstur hjá AGF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Jack Wilshere í búningi AGF. agf Þrátt fyrir að vera langfrægasti leikmaður AGF er Jack Wilshere ekki launahæsti leikmaður félagsins. Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn. Danski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn.
Danski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira