Jarðtenging óskast Hildur Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Í fannfergi undanfarinna daga hefur mikið mætt á starfsfólki borgarinnar vegna snjómoksturs. Mikið rask hefur orðið á hversdagslegu lífi fólks í borginni og aðstæður fyrir gangandi reynst nær ómögulegar – þvert á fyrirheit um gönguvæna borg. Starfsfólk hefur hins vegar staðið sig með miklum sóma undir miklu álagi, en í einhverjum tilvikum setið undir gagnrýni fyrir afraksturinn. Það er þó ekki við starfsfólk að sakast þegar borgaryfirvöld bjóða þeim óviðunandi starfsaðstæður. Í þessu samhengi vakti athygli yfirlýsing frá starfsfólki vetrarþjónustu sem kvartar undan skilningsleysi borgarstjóra á þeirra starfi. Keypt hafi verið tæki og tól sem hæfa illa til verksins, og starfsfólki því gert ómögulegt að sinna starfi sínu með fullnægjandi hætti. Skrúfjárn og hamar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld falla í þann pytt að fljúga með himinskautum þegar jarðtengingar er þörf. Þú réttir ekki skrúfjárn, þeim sem þurfa hamar. Listinn er raunar nokkuð langur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans við Nauthólsvík ættu svo flestir að þekkja. Raunir snjómokstursfólks í Reykjavík eru því miður ekki einsdæmi, heldur stef í langþreyttri laglínu. Borgarstjóri skreytir sig með stórum hugmyndum, en gætir ekki að útfærslunni. Þess vegna er grunnþjónusta í borginni í molum. Uppbygging gas- og jarðgerðarstöðvar var göfugt markmið en starfsemin þjónar illa tilgangi sínum í verksmiðju sem stenst ekki nútíma gæðakröfur. Þá má sannarlega nýta verðmætt byggingaland á Höfða undir annað en þungaiðnað, en útfærslan þarf að styðjast við lágmarksfyrirhyggju, og þess þarf að gæta að verðmæti fari ekki í súginn. Sama gildir um veitingarekstur og skemmtanahald í borginni. Það er ekki hlutverk borgarinnar að sjá einstaka rekstraraðilum fyrir niðurgreiddu húsnæði. Aðkoma borgarinnar á að vera almenns eðlis - ryðja þarf hindrunum úr vegi og reka borgina þannig að álögur á rekstraraðila verði sem lægstar. Hæfi til verksins Borgarstjóri hefur verið við völd með örstuttum hléum í tuttugu ár. Borgin er nú á því stigi í stóru sem smáu að vera rekin á sjálfsstýringu að því er virðist af gömlum vana. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu. Skuldir hafa hækkað um þriðjung. Útgjaldaaukningin hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu. Það sýna ítrekaðar mælingar. Snjómoksturinn er birtingarmynd þess. Hér skortir jarðtengingu. Göturnar verða ekki ruddar með tækjum sem ekki hæfa til verksins, ekki frekar en grunnþjónustan kemur til með að batna með borgarstjóra sem ekki er hæfur til verksins. Við þurfum breytingar – við þurfum Reykjavík sem virkar. Höfundur er borgarfulltrúi og vill leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í fannfergi undanfarinna daga hefur mikið mætt á starfsfólki borgarinnar vegna snjómoksturs. Mikið rask hefur orðið á hversdagslegu lífi fólks í borginni og aðstæður fyrir gangandi reynst nær ómögulegar – þvert á fyrirheit um gönguvæna borg. Starfsfólk hefur hins vegar staðið sig með miklum sóma undir miklu álagi, en í einhverjum tilvikum setið undir gagnrýni fyrir afraksturinn. Það er þó ekki við starfsfólk að sakast þegar borgaryfirvöld bjóða þeim óviðunandi starfsaðstæður. Í þessu samhengi vakti athygli yfirlýsing frá starfsfólki vetrarþjónustu sem kvartar undan skilningsleysi borgarstjóra á þeirra starfi. Keypt hafi verið tæki og tól sem hæfa illa til verksins, og starfsfólki því gert ómögulegt að sinna starfi sínu með fullnægjandi hætti. Skrúfjárn og hamar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld falla í þann pytt að fljúga með himinskautum þegar jarðtengingar er þörf. Þú réttir ekki skrúfjárn, þeim sem þurfa hamar. Listinn er raunar nokkuð langur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans við Nauthólsvík ættu svo flestir að þekkja. Raunir snjómokstursfólks í Reykjavík eru því miður ekki einsdæmi, heldur stef í langþreyttri laglínu. Borgarstjóri skreytir sig með stórum hugmyndum, en gætir ekki að útfærslunni. Þess vegna er grunnþjónusta í borginni í molum. Uppbygging gas- og jarðgerðarstöðvar var göfugt markmið en starfsemin þjónar illa tilgangi sínum í verksmiðju sem stenst ekki nútíma gæðakröfur. Þá má sannarlega nýta verðmætt byggingaland á Höfða undir annað en þungaiðnað, en útfærslan þarf að styðjast við lágmarksfyrirhyggju, og þess þarf að gæta að verðmæti fari ekki í súginn. Sama gildir um veitingarekstur og skemmtanahald í borginni. Það er ekki hlutverk borgarinnar að sjá einstaka rekstraraðilum fyrir niðurgreiddu húsnæði. Aðkoma borgarinnar á að vera almenns eðlis - ryðja þarf hindrunum úr vegi og reka borgina þannig að álögur á rekstraraðila verði sem lægstar. Hæfi til verksins Borgarstjóri hefur verið við völd með örstuttum hléum í tuttugu ár. Borgin er nú á því stigi í stóru sem smáu að vera rekin á sjálfsstýringu að því er virðist af gömlum vana. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu. Skuldir hafa hækkað um þriðjung. Útgjaldaaukningin hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu. Það sýna ítrekaðar mælingar. Snjómoksturinn er birtingarmynd þess. Hér skortir jarðtengingu. Göturnar verða ekki ruddar með tækjum sem ekki hæfa til verksins, ekki frekar en grunnþjónustan kemur til með að batna með borgarstjóra sem ekki er hæfur til verksins. Við þurfum breytingar – við þurfum Reykjavík sem virkar. Höfundur er borgarfulltrúi og vill leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun