Fjölga á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu Rannveig Þórisdóttir skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2010 hefur tilkynningum vegna kynferðisofbeldis fjölgað nær stöðugt hjá lögreglu. Fjölgun eða fækkun skráðra kynferðisbrota getur verið vegna raunverulegra breytinga í samfélaginu en einnig vegna ytri þátta sem hafa áhrif á skilgreiningu brota og það hvort þau eru tilkynnt eða ekki. Þannig hafa lagalegar úrbætur í málaflokknum á undanförnum árum leitt til víðari og nákvæmari lagalegra skilgreininga sem leitt hafa til fjölgunar tilkynninga. Þá getur aukið aðgengi að lögreglu leitt til þess að fleiri treysti sér til að tilkynna auk þess sem samfélagsumræða á borð við #metoo getur leitt til þess að fleiri tilkynna brot sem þau hafa orðið fyrir. Færri brot árið 2020 en árin þar á undan Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid 19 í hámarki. Ef litið er til kynferðisbrota sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota var aðeins lægri (8% færri). Ef hins vegar er litið til einstakra flokka er vert að nefna tvennt. Annars vegar fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 brotum á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Hins vegar fjölgaði tilkynningum vegna kynferðisbrota gegn börnum en þau voru 102 talsins árið 2020 en að meðaltali 70 á ári þrjú árin þar á undan (46% fjölgun). Brot gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) voru 77 árið 2021, en ný lög tóku gildi í byrjun árs sem ná yfir stafræn kynferðisbrot sem fela m.a. í sér öflun, dreifingu eða hótun um dreifingu myndefnis. Brotum fjölgaði aftur árið 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu að einhverju leyti til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður (32% fjölgun). Að meðaltali var tilkynnt um 10 nauðganir á mánuði sem áttu sér stað árið 2020 en árið 2021 voru tilvikin 13 á mánuði og 14 árið 2019. Af þessu má sjá að nauðgunum hefur fjölgað nær stöðugt frá árinu 2014, að undanskildu árinu 2020 er þeim fækkaði verulega. Grunaðir og brotaþolar Karlar eru í meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferðisbrot og eru flestir brotaþolar konur. Árið 2021 voru karlar grunaðir í 94% brota og konur í 6% brota. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar. Brotaþolar eru yfirleitt ungar konur og stór hluti þeirra stúlkur undir 18 ára, sem eru börn að lögum. Fjölgun tilkynninga vegna kynferðisbrota gegn börnum endurspeglast í að sífellt hærra hlutfall brotaþola kynferðisbrota er undir 18 ára aldri. Þannig er hlutfall brotaþola undir 18 ára aldri 61% af heildarfjölda brotaþola kynferðisbrota á árinu 2021. Árið 2021 voru karlar brotaþolar í 15% brota og konur í 85% brota sem komu á borð lögreglu. Ef eingöngu er litið til nauðgana er hlutfallið 7% karlar og 93% konur meðal brotaþola. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotum er hærri en brotaþola yfir tímabilið 2015-2021 og var 35 ár hjá körlum. Meðalaldur brotaþola í kynferðisbrotum er 23 ár hjá konum og 20 ár hjá körlum. Tilkynntum brotum á að fjölga Það er skýrt markmið hjá lögreglunni að leita allra leiða til að þau sem verði fyrir kynferðisbroti geti leitað réttar síns með því að tilkynna brotið til lögreglu. Vegna þessa má búast við því að tilkynntum brotum muni halda áfram að fjölga, enda sýna rannsóknir að mun fleiri kynferðisbrot eiga sér stað en tilkynnt er um til lögreglu. Má þar nefna rannsóknir ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um Reynslu landsmanna af afbrotum frá 2013 til 2020. Við höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og munum halda áfram að vinna að því að bæta þjónustu lögreglunnar og aðgengi fyrir þau sem þurfa á aðstoð að halda. Mikilvægt skref í þá átt er að fylgja áfram aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ég vil einnig benda á vefgátt 112 um ofbeldi fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur með upplýsingum gegn ofbeldi. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun