Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 11:43 Sjö rafmagnslínur Landsnets eru enn ónýtar eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Frá því klukkan fjögur í gær hafa tuttugu línur farið út og sumar þeirra nokkrum sinnum. Sjö línur eru enn bilaðar eftir nóttina og viðgerðir að hefjast. Truflunum fylgdi rafmagnsleysi á ákveðnum svæðum og önnur voru keyrð á varaafli. Tjón varð í Laxárvatnslínu þar sem stæður skemmdust og í Selfosslínu 1 er brotin þverslá. Verið er að fara yfir aðrar línur og það á eftir að koma í ljós hvort um meiri skemmdir er að ræða. Um tíma í gær var rafmagnslaust á Vesturlandi og Vestfjörðum en Vestfirðir eru enn keyrðir á varaafli. Undir morgun var rafmagnslaust á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Varaalf var ræst og verið er að vinna í að koma rafmagni aftur á. Tvær stórar línur sem liggja inn til höfuðborgarsvæðisins fóru út í gærkvöldi en því fylgdi ekki rafmagnsleysi. Önnur þeirra, Sultartangalína 3 er enn úti en ekki hin, Búrfellslína 3. Talið er líklegt að bilun sé á línunni þar sem hún liggur yfir hálendi og þarf sértækt tæki til að fara á staðinn en tafir verða á því þar sem veður er mjög slæmt á svæðinu. Í tilkynningunni segir að spennuhögg hafi komið á kerfið og því hafi fylgt flökt á ljósum. Skerða hafi þurft flutning til stórnotenda í kjölfarið. Landhelgisgæslan hafi svo flogið í nótt til að skoða línuna en frá hafi þurft að hverfa vegna veðurs. Línan verður skoðuð aftur í dag ef færi gefst. Fram undan eru viðgerðir á eim sjö línum sem enn eru bilaðar eftir nóttina. EKki er vitað hvað þær viðgerðir munu taka langan tíma en ljóst að tjón hleypur á tugum milljóna. Orkumál Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Frá því klukkan fjögur í gær hafa tuttugu línur farið út og sumar þeirra nokkrum sinnum. Sjö línur eru enn bilaðar eftir nóttina og viðgerðir að hefjast. Truflunum fylgdi rafmagnsleysi á ákveðnum svæðum og önnur voru keyrð á varaafli. Tjón varð í Laxárvatnslínu þar sem stæður skemmdust og í Selfosslínu 1 er brotin þverslá. Verið er að fara yfir aðrar línur og það á eftir að koma í ljós hvort um meiri skemmdir er að ræða. Um tíma í gær var rafmagnslaust á Vesturlandi og Vestfjörðum en Vestfirðir eru enn keyrðir á varaafli. Undir morgun var rafmagnslaust á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Varaalf var ræst og verið er að vinna í að koma rafmagni aftur á. Tvær stórar línur sem liggja inn til höfuðborgarsvæðisins fóru út í gærkvöldi en því fylgdi ekki rafmagnsleysi. Önnur þeirra, Sultartangalína 3 er enn úti en ekki hin, Búrfellslína 3. Talið er líklegt að bilun sé á línunni þar sem hún liggur yfir hálendi og þarf sértækt tæki til að fara á staðinn en tafir verða á því þar sem veður er mjög slæmt á svæðinu. Í tilkynningunni segir að spennuhögg hafi komið á kerfið og því hafi fylgt flökt á ljósum. Skerða hafi þurft flutning til stórnotenda í kjölfarið. Landhelgisgæslan hafi svo flogið í nótt til að skoða línuna en frá hafi þurft að hverfa vegna veðurs. Línan verður skoðuð aftur í dag ef færi gefst. Fram undan eru viðgerðir á eim sjö línum sem enn eru bilaðar eftir nóttina. EKki er vitað hvað þær viðgerðir munu taka langan tíma en ljóst að tjón hleypur á tugum milljóna.
Orkumál Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. 22. febrúar 2022 11:22