Daníel fékk uppörvandi símtöl frá lykilmönnum: „Þetta kom mér á óvart“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 13:31 Hinn 35 ára gamli Daníel Guðni Guðmundsson hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalið Grindavíkur og hann lauk leikmannaferli sínum sem leikmaður Grindavíkur árið 2016. vísir/Bára „Ég veit ekki hvort nokkur sé sáttur þegar maður er rekinn. Þetta kom mér á óvart,“ segir körfuboltaþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson sem fékk að vita það í gærkvöld að honum hefði verið sagt upp starfi sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Daníel skilur við Grindavík í 6. sæti Subway-deildarinnar nú þegar fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppninni. Liðið er einum sigri frá 4. sæti en átta stigum á eftir toppliði Þórs frá Þorlákshöfn, sem Grindvíkingar unnu á útivelli fyrir tveimur mánuðum. Hann segir það ákveðna huggun harmi gegn að hafa fengið uppörvandi skilaboð frá leikmönnum liðsins eftir brottreksturinn: „Þetta virðist hafa komið þeim sem heyrðu í mér jafnmikið á óvart og mér. Ég fékk alla vega stuðning frá lykilleikmönnum í liðinu. Ég átta mig á því að þetta hefði verið alveg glatað ef maður hefði misst traustið hjá leikmönnunum það samband farið í skrúfuna. En ekki þegar leikmenn hringja í mig í gærkvöldi og setja smá spurningamerki við þetta. En maður verður að virða ákvörðun stjórnarinnar. Þau sjá um þetta,“ segir Daníel. Um áramótin voru Grindvíkingar í toppbaráttunni en töp gegn liðum úr neðri hlutanum hafa komið liðinu niður stöðutöfluna og 102-76 tap gegn sterku liði Njarðvíkur á föstudaginn virðist hafa gert útslagið. En fann Daníel að sæti hans væri orðið „heitt“ fyrir þann leik? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það voru allir voða kátir og glaðir eftir að við unnum Valsara á heimavelli í leiknum á undan. Við fengum skell á móti Njarðvík en það eru fleiri lið á toppnum sem hafa verið að fá skelli, eins og til dæmis Keflavík gegn Þór Þorlákshöfn. Það getur alveg gerst, og leikir þróast þannig að leikmenn hendi inn handklæðinu. En fyrir leikinn upplifði ég ekki að sætið mitt væri eitthvað heitt. Þetta er bara barátta og það eru mörg lið í þessari deild sem eru virkilega sterk, svo hún er krefjandi en skemmtileg, og það er stutt á milli í þessu,“ segir Daníel. Leikir sem við hefðum átt að vinna og þá værum við gulir og glaðir í öðru sæti En hverjar voru og eru væntingarnar um árangur í Grindavík, í ljósi þess að árangurinn undir stjórn Daníels taldist ekki viðunandi? „Ég held að væntingarnar fyrir tímabilið hafi verið þær að berjast þarna við toppinn en síðan hefur gengið dvínað dálítið eftir áramót og við höfum líka tapað leikjum gegn fyrir fram slakari liðum, eins og Vestra, Þór Akureyri og KR. Þetta eru leikir sem við hefðum vissulega átt að taka, og þá værum við gulir og glaðir í 2. sæti eða svo. Það er stutt á milli í þessu en maður verður bara að virða ákvörðun stjórnarinnar.“ Daníel Guðni Guðmundsson íbygginn á svip á hliðarlínunni.vísir/bára „Við unnum Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í fyrri umferðinni, og höfum átt góða spretti hér og þar, en þetta hefur vissulega verið sveiflukennt hjá okkur. Það hefur kannski haft sín áhrif á stöðugleikann hjá okkur að það hefur verið svolítið um meiðsli í æfingahópnum hjá okkur. Ekki hjá lykilmönnum en bara þannig að það er erfitt að halda úti almennilegum æfingum. Samt sem áður finnst mér við hafa átt að gera betur á mörgum sviðum,“ segir Daníel. Gott að vera aðeins heima með börnunum Fastlega má gera ráð fyrir því að hann haldi áfram þjálfun, hvar sem það verður, en Daníel ætlar að flýta sér hægt í þeim efnum. „Þetta eru bara íþróttir og maður veit alveg að maður er hvorki fyrsti né síðasti þjálfarinn í heiminum til að vera rekinn. Það er bara partur af þessum bisness. Ég ætla ekki að stressa mig á þessu. Það verður bara mjög gott að vera aðeins heima hjá sér og sjá börnin sín meira, og svo er ég í dagvinnu í bænum líka svo það er nóg að gera. Maður er ekkert að fara að láta sér leiðast. En körfubolti á alltaf eftir að vera hluti af mér og fyrr eða síðar verður maður farinn að þjálfa aftur. Ég veit samt ekki hvort það verður á næstunni, og mögulega tekur maður frí á næsta ári.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Daníel skilur við Grindavík í 6. sæti Subway-deildarinnar nú þegar fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppninni. Liðið er einum sigri frá 4. sæti en átta stigum á eftir toppliði Þórs frá Þorlákshöfn, sem Grindvíkingar unnu á útivelli fyrir tveimur mánuðum. Hann segir það ákveðna huggun harmi gegn að hafa fengið uppörvandi skilaboð frá leikmönnum liðsins eftir brottreksturinn: „Þetta virðist hafa komið þeim sem heyrðu í mér jafnmikið á óvart og mér. Ég fékk alla vega stuðning frá lykilleikmönnum í liðinu. Ég átta mig á því að þetta hefði verið alveg glatað ef maður hefði misst traustið hjá leikmönnunum það samband farið í skrúfuna. En ekki þegar leikmenn hringja í mig í gærkvöldi og setja smá spurningamerki við þetta. En maður verður að virða ákvörðun stjórnarinnar. Þau sjá um þetta,“ segir Daníel. Um áramótin voru Grindvíkingar í toppbaráttunni en töp gegn liðum úr neðri hlutanum hafa komið liðinu niður stöðutöfluna og 102-76 tap gegn sterku liði Njarðvíkur á föstudaginn virðist hafa gert útslagið. En fann Daníel að sæti hans væri orðið „heitt“ fyrir þann leik? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það voru allir voða kátir og glaðir eftir að við unnum Valsara á heimavelli í leiknum á undan. Við fengum skell á móti Njarðvík en það eru fleiri lið á toppnum sem hafa verið að fá skelli, eins og til dæmis Keflavík gegn Þór Þorlákshöfn. Það getur alveg gerst, og leikir þróast þannig að leikmenn hendi inn handklæðinu. En fyrir leikinn upplifði ég ekki að sætið mitt væri eitthvað heitt. Þetta er bara barátta og það eru mörg lið í þessari deild sem eru virkilega sterk, svo hún er krefjandi en skemmtileg, og það er stutt á milli í þessu,“ segir Daníel. Leikir sem við hefðum átt að vinna og þá værum við gulir og glaðir í öðru sæti En hverjar voru og eru væntingarnar um árangur í Grindavík, í ljósi þess að árangurinn undir stjórn Daníels taldist ekki viðunandi? „Ég held að væntingarnar fyrir tímabilið hafi verið þær að berjast þarna við toppinn en síðan hefur gengið dvínað dálítið eftir áramót og við höfum líka tapað leikjum gegn fyrir fram slakari liðum, eins og Vestra, Þór Akureyri og KR. Þetta eru leikir sem við hefðum vissulega átt að taka, og þá værum við gulir og glaðir í 2. sæti eða svo. Það er stutt á milli í þessu en maður verður bara að virða ákvörðun stjórnarinnar.“ Daníel Guðni Guðmundsson íbygginn á svip á hliðarlínunni.vísir/bára „Við unnum Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í fyrri umferðinni, og höfum átt góða spretti hér og þar, en þetta hefur vissulega verið sveiflukennt hjá okkur. Það hefur kannski haft sín áhrif á stöðugleikann hjá okkur að það hefur verið svolítið um meiðsli í æfingahópnum hjá okkur. Ekki hjá lykilmönnum en bara þannig að það er erfitt að halda úti almennilegum æfingum. Samt sem áður finnst mér við hafa átt að gera betur á mörgum sviðum,“ segir Daníel. Gott að vera aðeins heima með börnunum Fastlega má gera ráð fyrir því að hann haldi áfram þjálfun, hvar sem það verður, en Daníel ætlar að flýta sér hægt í þeim efnum. „Þetta eru bara íþróttir og maður veit alveg að maður er hvorki fyrsti né síðasti þjálfarinn í heiminum til að vera rekinn. Það er bara partur af þessum bisness. Ég ætla ekki að stressa mig á þessu. Það verður bara mjög gott að vera aðeins heima hjá sér og sjá börnin sín meira, og svo er ég í dagvinnu í bænum líka svo það er nóg að gera. Maður er ekkert að fara að láta sér leiðast. En körfubolti á alltaf eftir að vera hluti af mér og fyrr eða síðar verður maður farinn að þjálfa aftur. Ég veit samt ekki hvort það verður á næstunni, og mögulega tekur maður frí á næsta ári.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira