Daníel fékk uppörvandi símtöl frá lykilmönnum: „Þetta kom mér á óvart“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 13:31 Hinn 35 ára gamli Daníel Guðni Guðmundsson hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalið Grindavíkur og hann lauk leikmannaferli sínum sem leikmaður Grindavíkur árið 2016. vísir/Bára „Ég veit ekki hvort nokkur sé sáttur þegar maður er rekinn. Þetta kom mér á óvart,“ segir körfuboltaþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson sem fékk að vita það í gærkvöld að honum hefði verið sagt upp starfi sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Daníel skilur við Grindavík í 6. sæti Subway-deildarinnar nú þegar fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppninni. Liðið er einum sigri frá 4. sæti en átta stigum á eftir toppliði Þórs frá Þorlákshöfn, sem Grindvíkingar unnu á útivelli fyrir tveimur mánuðum. Hann segir það ákveðna huggun harmi gegn að hafa fengið uppörvandi skilaboð frá leikmönnum liðsins eftir brottreksturinn: „Þetta virðist hafa komið þeim sem heyrðu í mér jafnmikið á óvart og mér. Ég fékk alla vega stuðning frá lykilleikmönnum í liðinu. Ég átta mig á því að þetta hefði verið alveg glatað ef maður hefði misst traustið hjá leikmönnunum það samband farið í skrúfuna. En ekki þegar leikmenn hringja í mig í gærkvöldi og setja smá spurningamerki við þetta. En maður verður að virða ákvörðun stjórnarinnar. Þau sjá um þetta,“ segir Daníel. Um áramótin voru Grindvíkingar í toppbaráttunni en töp gegn liðum úr neðri hlutanum hafa komið liðinu niður stöðutöfluna og 102-76 tap gegn sterku liði Njarðvíkur á föstudaginn virðist hafa gert útslagið. En fann Daníel að sæti hans væri orðið „heitt“ fyrir þann leik? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það voru allir voða kátir og glaðir eftir að við unnum Valsara á heimavelli í leiknum á undan. Við fengum skell á móti Njarðvík en það eru fleiri lið á toppnum sem hafa verið að fá skelli, eins og til dæmis Keflavík gegn Þór Þorlákshöfn. Það getur alveg gerst, og leikir þróast þannig að leikmenn hendi inn handklæðinu. En fyrir leikinn upplifði ég ekki að sætið mitt væri eitthvað heitt. Þetta er bara barátta og það eru mörg lið í þessari deild sem eru virkilega sterk, svo hún er krefjandi en skemmtileg, og það er stutt á milli í þessu,“ segir Daníel. Leikir sem við hefðum átt að vinna og þá værum við gulir og glaðir í öðru sæti En hverjar voru og eru væntingarnar um árangur í Grindavík, í ljósi þess að árangurinn undir stjórn Daníels taldist ekki viðunandi? „Ég held að væntingarnar fyrir tímabilið hafi verið þær að berjast þarna við toppinn en síðan hefur gengið dvínað dálítið eftir áramót og við höfum líka tapað leikjum gegn fyrir fram slakari liðum, eins og Vestra, Þór Akureyri og KR. Þetta eru leikir sem við hefðum vissulega átt að taka, og þá værum við gulir og glaðir í 2. sæti eða svo. Það er stutt á milli í þessu en maður verður bara að virða ákvörðun stjórnarinnar.“ Daníel Guðni Guðmundsson íbygginn á svip á hliðarlínunni.vísir/bára „Við unnum Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í fyrri umferðinni, og höfum átt góða spretti hér og þar, en þetta hefur vissulega verið sveiflukennt hjá okkur. Það hefur kannski haft sín áhrif á stöðugleikann hjá okkur að það hefur verið svolítið um meiðsli í æfingahópnum hjá okkur. Ekki hjá lykilmönnum en bara þannig að það er erfitt að halda úti almennilegum æfingum. Samt sem áður finnst mér við hafa átt að gera betur á mörgum sviðum,“ segir Daníel. Gott að vera aðeins heima með börnunum Fastlega má gera ráð fyrir því að hann haldi áfram þjálfun, hvar sem það verður, en Daníel ætlar að flýta sér hægt í þeim efnum. „Þetta eru bara íþróttir og maður veit alveg að maður er hvorki fyrsti né síðasti þjálfarinn í heiminum til að vera rekinn. Það er bara partur af þessum bisness. Ég ætla ekki að stressa mig á þessu. Það verður bara mjög gott að vera aðeins heima hjá sér og sjá börnin sín meira, og svo er ég í dagvinnu í bænum líka svo það er nóg að gera. Maður er ekkert að fara að láta sér leiðast. En körfubolti á alltaf eftir að vera hluti af mér og fyrr eða síðar verður maður farinn að þjálfa aftur. Ég veit samt ekki hvort það verður á næstunni, og mögulega tekur maður frí á næsta ári.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Daníel skilur við Grindavík í 6. sæti Subway-deildarinnar nú þegar fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppninni. Liðið er einum sigri frá 4. sæti en átta stigum á eftir toppliði Þórs frá Þorlákshöfn, sem Grindvíkingar unnu á útivelli fyrir tveimur mánuðum. Hann segir það ákveðna huggun harmi gegn að hafa fengið uppörvandi skilaboð frá leikmönnum liðsins eftir brottreksturinn: „Þetta virðist hafa komið þeim sem heyrðu í mér jafnmikið á óvart og mér. Ég fékk alla vega stuðning frá lykilleikmönnum í liðinu. Ég átta mig á því að þetta hefði verið alveg glatað ef maður hefði misst traustið hjá leikmönnunum það samband farið í skrúfuna. En ekki þegar leikmenn hringja í mig í gærkvöldi og setja smá spurningamerki við þetta. En maður verður að virða ákvörðun stjórnarinnar. Þau sjá um þetta,“ segir Daníel. Um áramótin voru Grindvíkingar í toppbaráttunni en töp gegn liðum úr neðri hlutanum hafa komið liðinu niður stöðutöfluna og 102-76 tap gegn sterku liði Njarðvíkur á föstudaginn virðist hafa gert útslagið. En fann Daníel að sæti hans væri orðið „heitt“ fyrir þann leik? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það voru allir voða kátir og glaðir eftir að við unnum Valsara á heimavelli í leiknum á undan. Við fengum skell á móti Njarðvík en það eru fleiri lið á toppnum sem hafa verið að fá skelli, eins og til dæmis Keflavík gegn Þór Þorlákshöfn. Það getur alveg gerst, og leikir þróast þannig að leikmenn hendi inn handklæðinu. En fyrir leikinn upplifði ég ekki að sætið mitt væri eitthvað heitt. Þetta er bara barátta og það eru mörg lið í þessari deild sem eru virkilega sterk, svo hún er krefjandi en skemmtileg, og það er stutt á milli í þessu,“ segir Daníel. Leikir sem við hefðum átt að vinna og þá værum við gulir og glaðir í öðru sæti En hverjar voru og eru væntingarnar um árangur í Grindavík, í ljósi þess að árangurinn undir stjórn Daníels taldist ekki viðunandi? „Ég held að væntingarnar fyrir tímabilið hafi verið þær að berjast þarna við toppinn en síðan hefur gengið dvínað dálítið eftir áramót og við höfum líka tapað leikjum gegn fyrir fram slakari liðum, eins og Vestra, Þór Akureyri og KR. Þetta eru leikir sem við hefðum vissulega átt að taka, og þá værum við gulir og glaðir í 2. sæti eða svo. Það er stutt á milli í þessu en maður verður bara að virða ákvörðun stjórnarinnar.“ Daníel Guðni Guðmundsson íbygginn á svip á hliðarlínunni.vísir/bára „Við unnum Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í fyrri umferðinni, og höfum átt góða spretti hér og þar, en þetta hefur vissulega verið sveiflukennt hjá okkur. Það hefur kannski haft sín áhrif á stöðugleikann hjá okkur að það hefur verið svolítið um meiðsli í æfingahópnum hjá okkur. Ekki hjá lykilmönnum en bara þannig að það er erfitt að halda úti almennilegum æfingum. Samt sem áður finnst mér við hafa átt að gera betur á mörgum sviðum,“ segir Daníel. Gott að vera aðeins heima með börnunum Fastlega má gera ráð fyrir því að hann haldi áfram þjálfun, hvar sem það verður, en Daníel ætlar að flýta sér hægt í þeim efnum. „Þetta eru bara íþróttir og maður veit alveg að maður er hvorki fyrsti né síðasti þjálfarinn í heiminum til að vera rekinn. Það er bara partur af þessum bisness. Ég ætla ekki að stressa mig á þessu. Það verður bara mjög gott að vera aðeins heima hjá sér og sjá börnin sín meira, og svo er ég í dagvinnu í bænum líka svo það er nóg að gera. Maður er ekkert að fara að láta sér leiðast. En körfubolti á alltaf eftir að vera hluti af mér og fyrr eða síðar verður maður farinn að þjálfa aftur. Ég veit samt ekki hvort það verður á næstunni, og mögulega tekur maður frí á næsta ári.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira